Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Holtavörðuheiði

HOLTAVÖRÐUHEIÐI
Holtavörðuheiði (407m) liggur á milli Norðurárdals (Tröllakirkja/Snjófjöll) og Hrútafjarðar (heiðar vestan Tvídægru). Varða til minningar um heimsókn Danakonungs 1936 með fangamarki konungs var hlaðin til minningar um þennan atburð norðarlega á heiðinni. Vegurinn var endurbyggður frá árinu 1976 og var víða fluttur austar á heiðina og nýtt sæluhús byggt (fjarlægt 2001). Árið 1831 varðaði Fjallvegafélagið heiðina. Hún var löngum stytzta og fjölfarnasta leiðin milli byggða og þar varð fólk oft úti í slæmum vetrarveðrum.
Sunnan heiðar var Fornihvammur lengi veitinga- og gististaður. Þar reisti Fjallvegafélagið sæluhús 1831 og áratug síðar hófst þar búskapur.
Eftir því sem vegirnir bötnuðu fækkaði þó viðkomum í Fornahvammi og umhverfið þótti ekki hafa upp á margt að bjóða fyrir almenna ferðamenn. Svo fór að gistihúsið hætti starfsemi vorið 1974 og jörðin fór í eyð.

Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja. og eigandi nat.
Oft var haft samband við Fornihvamm til að fá upplýsingar hvort væri fært fyrir sjónflug yfir Holtavörðuheiði !!!
Samkvæmmt heimildum hafði Fornihvammur samband við Vængi og spurt er Þórólfur flugmaður kominn til Reykjavíkur hann haði flogið svo látt, við sáum hann!!!

Norðan heiðar gegndi Grænumýrartunga svipuðu hlutverki, þar til Brú og Staðarskáli tóku við því. Nú eru allir þessir staðir horfnir og/eða hættir, nema Staðarskáli, sem stendur nýr við nýjan veg um leirur Hrútafjarðar (2008).
Miklagil með samnefndri á er á norðanverðri heiðinni. Vatn rennur um gilið frá Tröllakirkju og skammt neðan brúar eru klettadrangur og foss, sem báðir heita Jörundur. Gilið var mikill farartálmi áður en það var brúað og um það rennur mikið vatn í vorleysingum.

Myndasafn

Í grennd

Borgarnes
Borgarnes Borgarnes og nokkur sveitarfélög í Mýrarsýslu sameinuðust fyrir nokkru undir nafninu Borgarbyggð. Borgarnes er í landi Borgar á Mýrum og hé…
Norðurland, ferðast og fræðast
Norðurland Vestra Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hrútafirði til Siglufjarðar. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérst…
Staðarskáli N1 þjónustumiðstöð
Staðarskáli N1 þjónustumiðstöð við botn Hrútafjarðar annast þjónustu fyrir ferðamenn. Árið 2008 varð sú breyting á veglínu að gamli skálinn fór úr alf…
Strandir, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Húnaflóa til Jökulfirða. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæðisins er sérstaklega getið hér að neðan. Strandir er…
Tröllakirkja
Tröllakirkja er hátt og áberandi fjall efst á Holtavörðuheiði á suðurmörkum Strandasýslu. Fyrir og á landnámsöld var þar samkomustaður trölla og þursa…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )