Hvammstangi við Miðfjörð er eina kauptúnið í Vestur-Húnavatssýslu, aðeins 7 km frá hringveginum. Íbúarnir annast þjónustu við nágrannabyggðarlögin og bændur í héraðinu. Þarna hefur verið verzlunarstaður síðan 1846. Smám saman byggðist upp útgerð var (aðallega rækja) og fiskverkun. Íbúarnir hafa sýnt mikinn dugnað við uppbyggingu fjölbreyttrar ferðaþjónustu, sem fer sívaxandi ár frá ári. Ásamt náttúruskoðun almennt, er lögð mikil áherzla á sela- og fuglaskoðun. Sívaxandi fjöldi ferðamanna staldrar við á Hvammstanga til að njóta fagurrar og friðsællar náttúru Vatnsnessins, sem er ekki eins langt úr alfaraleið og margir halda. Ferð um Vatnsnes ber fortíðinni og náttúruöflunum þögult vitni.
Árið 2006 var Selasetur Íslands opnað við hátíðlega athöfn (26. júní) eftir mikið starf ósérhlífinna sjálfboðaliða og frumkvöðla. Það er menningarauki fyrir gesti að líta þar inn.
Vegalengdin frá Reykjavík er 198 km.