Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hvammstangi

Hvammstangi

Hvammstangi við Miðfjörð er eina kauptúnið í Vestur-Húnavatssýslu, aðeins 7 km frá hringveginum. Íbúarnir annast þjónustu við nágrannabyggðarlögin og bændur í héraðinu. Þarna hefur verið verzlunarstaður síðan 1846. Smám saman byggðist upp útgerð var (aðallega rækja) og fiskverkun. Íbúarnir hafa sýnt mikinn dugnað við uppbyggingu fjölbreyttrar ferðaþjónustu, sem fer sívaxandi ár frá ári. Ásamt náttúruskoðun almennt, er lögð mikil áherzla á sela- og fuglaskoðun. Sívaxandi fjöldi ferðamanna staldrar við á Hvammstanga til að njóta fagurrar og friðsællar náttúru Vatnsnessins, sem er ekki eins langt úr alfaraleið og margir halda. Ferð um Vatnsnes ber fortíðinni og náttúruöflunum þögult vitni.

Árið 2006 var Selasetur Íslands opnað við hátíðlega athöfn (26. júní) eftir mikið starf ósérhlífinna sjálfboðaliða og frumkvöðla. Það er menningarauki fyrir gesti að líta þar inn.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 195 km.

Vængir:
Flugfélagið Vængir starfaði á árunum 1970 til 1979. Það stundaði áætlunar- og leiguflug aðallega til staða á vesturlandi (Búðardals, Stykkishólms, Rifs og Reykhóla), vestfjörðum (Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Hólmavíkur og Gjögurs) og á norðurlandi (Hvammstanga Miðfjörður), Blönduóss, Siglufjarðar og Mývatns). Í flugflota Vængja voru flugvélar af ýmsum gerðum m.a. Beechcraft 18 og Piper PA-23 Apache. Vængir varð fyrsta flugfélagið hérlendis til að taka í notkun flugvél af gerðinni BN-2a Islander (1971) og fyrsta félagið hérlendis til að taka í notkun DHC-6 Twin Otter (1973).
Það er ekki annað flugfélag hér sem hefur flogið til fleiri áfangastaða á Íslandi en Vængir eða 11 staða !!!

Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja og heldur um vefinn nat.is.

Myndasafn

Í grennd

Auðkúlukirkja
Auðkúlukirkja er í Bólstaðarhlíðarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Kirkja var reist á Auðkúlu við   Svínavatn þegar í öndverðri kristni. Getur hér…
Auðunarstaðir
Auðunarstaðir eru í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu. Auðun skökull Bjarnarson byggði þar fyrstur og  nam Víðidal. Afi hans var Hunda-Steinar, jarl í …
Borgarvirki
Borgarvirki er áberandi kennileiti, þegar ekið frá Víðihlíð norður yfir Víðidalsá. Þá blasir þessi 177 m háa   kelttaborg við til norðurs á milli Vest…
Galdrar og galdrabrennur á Íslandi
Galdrafárið í Evrópu hófst um 1480 og stóð fram undir 1700. Til Íslands bárust áhrifin frá Danmörku og Þýskalandi. Þeirra tók þó ekki að gæta hér að r…
Haukagil, Vatnsdal
Haukagil er í Vatnsdal og dregur nafn af samnefndu gili, sem var nefnt eftir tveimur   berserkjum, sem gerðust fjölþreifnir til kvenna og kúguðu bændu…
Hindisvík á Vatnsnesi
Hindisvík er nyrzti bær og fyrrum prestsetur á Vatnsnesi. Þetta eyðibýli stendur undir sléttu klettaþili á  sléttu túni við samnefnda vík. Úti fyrir s…
Hvítserkur
Hvítserkur rís úr sæ við vestanverðan botn Húnafjarðar (15 m) skammt innan við bæinn Súluvelli. Bærinn Ósar eru sunnan Hvítserks. Brimrofið hefur gata…
Illugastaðir á Vatnsnesi
Hlunnindajörðin Illugastaðir á vestanverðu Vatnsnesi í V.-Húnavatnssýslu á sér þekkta sögu. Natan   Ketilsson (1795-1828) bjó þar síðustu æviár sín. Þ…
Kirkjur á hringveginum
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan h…
Kolugljúfur
Kolugljúfur í Víðidal Nokkru innar í Víðidal en Víðidalstunga eru 2 km löng og 20-25 m djúp gljúfur Viðidalsár. Þau eru víðast ógeng og laxinn kemst …
Norðurland, ferðast og fræðast
Norðurland Vestra Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hrútafirði til Siglufjarðar. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérst…
Ósar
Farfuglaheimilið Ósar er á austanverðu Vatnsnesi. Þaðan liggur stígur niður í fjöru að áhugaverðu  selalátri við ósa Sigríðarstaðavatns. Það er hægt a…
Söguferð á eigin vegum
Á eigin vegum  Söguferð á eigin vegum um HRINGVEGINN á 7 dögum (eða þar um bil) Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk …
Tjaldstæðið Hvammstanga
Þarna hefur verið verzlunarstaður síðan 1846. Smám saman byggðist upp útgerð var (aðallega rækja) og fiskverkun. Íbúarnir hafa sýnt mikinn dugnað við …
Vatnsnes
Vatnsnes er hálendur skagi milli Miðfjarðar og Húnafjarðar. Láglendi er lítið, einna mest á  vesturhlutanum, þar sem byggðin er aðallega. Hringvegurin…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )