Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Borgarvirki

Borgarvirki er áberandi kennileiti, þegar ekið frá Víðihlíð norður yfir Víðidalsá.

Borgarvirki er áberandi kennileiti, þegar ekið frá Víðihlíð norður yfir Víðidalsá. Þá blasir þessi 177 m háa   kelttaborg við til norðurs á milli Vesturhóps og Víðidals. Virkið uppi á hæðinni er úr 10-15 m háu stuðlabergi með kringlótta, 5-6 m djúpa lægð í miðju. Einhvern tíma á öldum áður var hlaðið í skarðið til austurs og hleðslur voru endurnýjaðar til að varðveita þetta einstaka virki á árunum 1949-1950.

Inngangur er í virkið í gegnum þennan 30 m langa, 1,4 m breiða og 1-2 m háa austurgarð. Tvær skálarústir eru inni í virkinu, önnur 9 x 4 m og hin 8 x 4 m að innanmáli og brunnur rétt hjá þeim. Enginn veit fyrir víst, hver eða hverjir hlóðu fornu hleðslurnar í Borgarvirki eða í hvaða skyni. Tilgátur eru um, að Barði Guðmundarson í Ásbjarnarnesi hafi staðið fyrir því verki til að verjast óvinum sínum úr Borgarfirði, þegar þeir komu til mannvíga í Húnaþingi, og varizt þeim í Borgarvirki.

Samkvæmt munnmælum sátu Borgfirðingar með óvígan her um Borgarvirki og álitu, að brátt færi að þrengjast um matföng hjá Húnvetningum. Þeir tóku það til bragðs, að fleygja síðustu matarleifum sínum út til Borgfirðinga, sem komust á þá skoðun, að gnægð matar væri í virkinu og létu af umsátrinu og fóru heim.

Aðrar sögur segja, að Finnbogi rammi hafi látið gera virkið, þegar hann bjó á Stóru-Borg og eldaði grátt silfur við Vatnsdæli. Getum hefur líka verið að því leitt, að Borgarvirki sé héraðsvirki frá landnámsöld.

Myndasafn

Í grennd

Hvammstangi
Hvammstangi við Miðfjörð er eina kauptúnið í Vestur-Húnavatssýslu, aðeins 7 km frá hringveginum. Íbúarnir annast þjónustu við nágrannabyggðarlögin og …
Hvítserkur
Hvítserkur rís úr sæ við vestanverðan botn Húnafjarðar (15 m) skammt innan við bæinn Súluvelli. Bærinn Ósar eru sunnan Hvítserks. Brimrofið hefur gata…
Vatnsnes
Vatnsnes er hálendur skagi milli Miðfjarðar og Húnafjarðar. Láglendi er lítið, einna mest á  vesturhlutanum, þar sem byggðin er aðallega. Hringvegurin…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )