Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hvítserkur

Vatnsnes Hvítserkur

Hvítserkur rís úr sæ við vestanverðan botn Húnafjarðar (15 m) skammt innan við bæinn Súluvelli. Bærinn Ósar eru sunnan Hvítserks. Brimrofið hefur gatað helluna, þannig að hún hefur yfirbragð steinrunninnar ófreskju.

Nokkrar fuglategundir verpa í þverhnípinu og neðan þess, einkum skarfur, eins og sést á fugladritinu. Undirstöður drangsins hafa verið styrktar með steinsteypu. Fólki er bent á að fara varlega um brattar tröppur, sem liggja niður í fjöru.

 

Myndasafn

Í grennd

Hvammstangi
Hvammstangi við Miðfjörð er eina kauptúnið í Vestur-Húnavatssýslu, aðeins 7 km frá hringveginum. Íbúarnir annast þjónustu við nágrannabyggðarlögin og …
Ósar
Farfuglaheimilið Ósar er á austanverðu Vatnsnesi. Þaðan liggur stígur niður í fjöru að áhugaverðu  selalátri við ósa Sigríðarstaðavatns. Það er hægt a…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Vatnsnes
Vatnsnes er hálendur skagi milli Miðfjarðar og Húnafjarðar. Láglendi er lítið, einna mest á  vesturhlutanum, þar sem byggðin er aðallega. Hringvegurin…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )