Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ósar

Farfuglaheimilið Ósar er á austanverðu Vatnsnesi. Þaðan liggur stígur niður í fjöru að áhugaverðu  selalátri við ósa Sigríðarstaðavatns. Það er hægt að komast að ósnum frá stígnum niður að Hvítserki og leggja bílum á bílastæðið þar. Þar þarf að fara varlega um brattar tröppur, sem liggja niður í fjöru. Stundum má sjá á annað hundrað seli á eyrunum. Neðan Ósa er æðarvarp, sem gestir eru beðnir um að sýna tillitssemi á varptímanum, maí til júní.

Myndasafn

Í grennd

Hvammstangi
Hvammstangi við Miðfjörð er eina kauptúnið í Vestur-Húnavatssýslu, aðeins 7 km frá hringveginum. Íbúarnir annast þjónustu við nágrannabyggðarlögin og …
Hvítserkur
Hvítserkur rís úr sæ við vestanverðan botn Húnafjarðar (15 m) skammt innan við bæinn Súluvelli. Bærinn Ósar eru sunnan Hvítserks. Brimrofið hefur gata…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )