Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Blönduós

Blönduós

Blönduós er kaupstaður, sem liggur beggja vegna ósa Blöndu. Hillebrandtshúsið var upphaflega byggt á Skagaströnd (Höfðakaupstað) árið 1733 og flutt til Blöndóss og endurreist þar árið 1878. Það var endurbyggt í upphaflegri mynd sem vöruhús skömmu fyrir aldamótin 2000. Það hýsti um tíma Hafíssetrið, sem var stofnað árið 2006, en hefur verið lagt niður. Grózkumikil þjónusta við nágrannasveitir og ferðamenn er á Blönduósi. Verzlun, léttur iðnaður og sláturiðnaður eru uppistaðan í atvinnulífinu, en útgerð og fiskvinnsla eykst smám saman þótt höfnin sé lítil. Brú er yfir Blöndu og rétt ofan við hana er Hrútey , sem var friðlýst sem fólkvangur árið 1975.

Hér ættu flestir ferðamenn að finna eitthvað við sitt hæfi og er ferðaþjónusta eykst að mikilvægi. Gott og snyrtilegt tjaldsvæði blasir við á bökkum Blöndu norðan Hrúteyjar, þegar ekið er inn í bæinn. Laxveiði er við bæjardyrnar, í Blöndu. Stutt er í aðrar laxveiðiár og góð silungsveiði er í nærliggjandi ám og vötnum.

Vegalengdin frá Reykjavík er 244 km.

Myndasafn

Í grend

Hof í Vatnsdal
Hof er í austanverðum Vatnsdal. Samkvæmt Landnámu settist Ingimundur gamli Þorsteinsson þar að   og  nam allan dalinn upp frá Helgavatni og ...
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum
Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan hringinn. Núna er búið a ...
Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja ...
Laxárvatnsvirkjun
Árið 1933 reisti Stefán Runólfsson vatnsaflsstöð hjá Laxárvatni, skammt frá Blönduósi. Vélar voru  fengnar notaðar frá Noregi og prófa ...
Söguferð á eigin vegum
Á eigin vegum hringvegurinn, SÖGUFERÐ Á EIGIN VEGUM HRINGVEGURINN Á 7 DÖGUM (eða þar um bil) Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opn ...
Sögustaðir Norðurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja ...
Stóra-Giljá
Stóra-Giljá er í þjóðbraut rétt við austanvert mynni Vatnsdals í Húnavatnssýslu. Þaðan var fyrsti  kristinboðinn á Íslandi, Þorvaldu ...
Tjaldstæðið Blönduós
Gott og snyrtilegt tjaldsvæði blasir við á bökkum Blöndu norðan Hrúteyjar, þegar ekið er inn í bæinn. Laxveiði er við bæjardyrnar, í B ...
Vatnsdalur
Vatnsdalur er grösugur og búsældarlegur. Ingimundur gamli nam þar land. Skógarlundur í dalnum er helgaður dóttur hans, Þórdísi, fyrsta inn ...
Þingeyrar
Þingeyrar voru meðal beztu jarða landsins, mikil laxveiðijörð og þaðan var líka stunduð mikil selveiði. Þar mun Húnavatnsþing hafa veri ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )