Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sauðárkrókur

Sauðárkrókur

Sauðárkrókur er kaupstaður innst í Skagafirði vestanverðum. Þar er blómleg útgerð og fiskvinnsla og öflug þjónusta við nágrannasveitir. Ferðaþjónusta er í örum vexti, enda er margt að skoða í sjálfum bænum og nágrenni. Þessi vinalegi kaupstaður, sem er á hárri fallegri strönd við fjörðinn, býður upp á skemmtilegt útsýni til tígnarlegra fjalla og fagurrar náttúru. Fyrir utan Sauðárkrók eru eyjarnar Drangey og Málmey. Farnar eru skipulagðar ferðir út í Drangey og er fólki boðið að ganga upp á eyna í fylgd reyndra heimamanna. Bílferðir eru út á Reykjaströndina. Þar er jarðhiti og mikið af rekaviði og gaman er að skoða steinvölur í öllum regnbogans litum í fjörunni. Sauðkrækingar, eins og aðrir Skagfirðingar, eru miklir hestamenn og eru haldin árleg hestamannamót að Vindheimum í Skagafirði.

Sæluvika Skagfirðinga er árlegur viðburður, sem dregur til sín fólk alls staðar að og er þá mikið um dýrðir. Sjóbirtingsveiði má stunda frá ströndinni og góð veiði er í nálægum vötnum og ám. Bátaleiga og hestaleiga eru á boðstólunum og 9 holu golfvöllur er fyrir ofan bæinn.

Vegalengdin frá Reykjavík (Langidalur) er um 320 .
Blönduós um Þverárfjall (744) 47 km.

Myndasafn

Í grennd

Drangey
Drangey er u.þ.b 700.000 ára, þverhníptur móbergsklettur í Skagafirði. Hæst er hún 180 m og flatarmálið er 0,2 km². Hún er aðeins kleif á einum stað, …
Gönguskarðsárvikjun
Gönguskarðsá er dragá, sem rennur í Skagafjörð rétt norðan Sauðárkróks. Venjulegt rennsli er 3-5  m³/sek og vatnasvið er um 167 km². Eftir því sem by…
Grettislaug
Grettissaga segir frá því, að eldur hafi slokknað í Drangey hjá þeim bræðrum Gretti og Illuga vegna   slælegrar gæzlu þrælsins Glaums. Þá bjó Grettir …
Hofsós
Hofsós er lítið og vinalegt þorp við austanverðan Skagafjörð, tiltölulega stutt frá Sauðárkróki. Hofsós á að baki 400 ára sögu verslunar og viðskipta …
Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …
Málmey, Skagafirði
Málmey er stærri eyjan af tveimur á Skagafirði. Hún er norðaustan Drangeyjar, 4 km löng og 2,4 km   breið. Hún er fremur láglend en hækkar til norðurs…
Norðurland, ferðast og fræðast
Norðurland Vestra Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hrútafirði til Siglufjarðar. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérst…
Örlygsstaðir, Skagafjörður
Örlygsstaðir eru sögustaður í Blönduhlíð í Skagafirði. Þar eru tóttir og leifar af gerði í kringum þær í  mýrarflóa, en ekki er víst, að þar hafi veri…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Tindastóll
Tindastóll (995m) er u.þ.b. 18 km langt og áberandi fjall norðan Sauðárkróks við vestanverðan  Skagafjörð. Fyrrum kölluðu Laxdælir það Eilífsfjall og …
Tjaldstæðið Sauðárkrókur
Þessi vinalegi kaupstaður, sem er á hárri fallegri strönd við fjörðinn, býður upp á skemmtilegt útsýni til tígnarlegra fjalla og fagurrar náttúru. Fyr…
Varmahlíð, Skagafjörður
Þegar ekið er niður þjóðveg 1 til austurs um Stóra-Vatnsskarð er komið í Varmahlíð í hlíðum Reykjarhóls. Þar er upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn. Ja…
Vötn á Skaga
Víða um land eru staðir og svæði utan alfaraleiðar, sem fáir hafa heimsótt - ekki nennt að leggja lykkju á sína. Þeir, sem ætla að kynnast landinu sí…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )