Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sauðárkrókur

Sauðárkrókur

Sauðárkrókur er kaupstaður innst í Skagafirði vestanverðum. Þar er blómleg útgerð og fiskvinnsla og öflug þjónusta við nágrannasveitir. Ferðaþjónusta er í örum vexti, enda er margt að skoða í sjálfum bænum og nágrenni. Þessi vinalegi kaupstaður, sem er á hárri fallegri strönd við fjörðinn, býður upp á skemmtilegt útsýni til tígnarlegra fjalla og fagurrar náttúru. Fyrir utan Sauðárkrók eru eyjarnar Drangey og Málmey. Farnar eru skipulagðar ferðir út í Drangey og er fólki boðið að ganga upp á eyna í fylgd reyndra heimamanna. Bílferðir eru út á Reykjaströndina. Þar er jarðhiti og mikið af rekaviði og gaman er að skoða steinvölur í öllum regnbogans litum í fjörunni. Sauðkrækingar, eins og aðrir Skagfirðingar, eru miklir hestamenn og eru haldin árleg hestamannamót að Vindheimum í Skagafirði.

Sæluvika Skagfirðinga er árlegur viðburður, sem dregur til sín fólk alls staðar að og er þá mikið um dýrðir. Sjóbirtingsveiði má stunda frá ströndinni og góð veiði er í nálægum vötnum og ám. Bátaleiga og hestaleiga eru á boðstólunum og 9 holu golfvöllur er fyrir ofan bæinn.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 320 .
Blönduós um Þverárfjall (744) 47 km.

Myndasafn

Í grend

Drangey
Drangey er u.þ.b 700.000 ára, þverhníptur móbergsklettur í Skagafirði. Hæst er hún 180 m og flatarmálið er 0,2 km². Hún er aðeins kleif á einum stað, …
Ferðavísir
Ferðavísirinn nýtist við undirbúning góðrar ferðar. Hann sýnir gistingu, tjaldstæði, skoðunarverða staði, ferðir um hálendið, ferðaáætlanir, veiði, go…
Gönguskarðsárvikjun
Gönguskarðsá er dragá, sem rennur í Skagafjörð rétt norðan Sauðárkróks. Venjulegt rennsli er 3-5  m³/sek og vatnasvið er um 167 km². Eftir því sem …
Grettislaug
Grettissaga segir frá því, að eldur hafi slokknað í Drangey hjá þeim bræðrum Gretti og Illuga vegna   slælegrar gæzlu þrælsins Glaums. Þá bjó Grettir …
Hofsós
Hofsós er lítið og vinalegt þorp við austanverðan Skagafjörð, tiltölulega stutt frá Sauðárkróki. Hofsós á að baki 400 ára sögu verslunar og viðskipta …
Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …
Málmey
Málmey er stærri eyjan af tveimur á Skagafirði. Hún er norðaustan Drangeyjar, 4 km löng og 2,4 km   breið. Hún er fremur láglend en hækkar til norðurs…
Örlygsstaðir
Örlygsstaðir eru sögustaður í Blönduhlíð í Skagafirði. Þar eru tóttir og leifar af gerði í kringum þær í  mýrarflóa, en ekki er víst, að þar hafi veri…
Sögustaðir Norðurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja …
Tindastóll
Tindastóll (995m) er u.þ.b. 18 km langt og áberandi fjall norðan Sauðárkróks við vestanverðan  Skagafjörð. Fyrrum kölluðu Laxdælir það Eilífsfjall og …
Tjaldstæðið Sauðárkrókur
Þessi vinalegi kaupstaður, sem er á hárri fallegri strönd við fjörðinn, býður upp á skemmtilegt útsýni til tígnarlegra fjalla og fagurrar náttúru. Fyr…
Varmahlíð
Þegar ekið er niður þjóðveg 1 til austurs um Stóra-Vatnsskarð er komið í Varmahlíð í hlíðum Reykjarhóls. Þar er upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn. Ja…
Vötn á Skaga
Víða um land eru staðir og svæði utan alfaraleiðar, sem fáir hafa heimsótt - ekki nennt að leggja lykkju á sína. Þeir, sem ætla að kynnast landinu sí…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )