Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gönguskarðsárvikjun

Sauðárkrókur

Gönguskarðsá er dragá, sem rennur í Skagafjörð rétt norðan Sauðárkróks. Venjulegt rennsli er 3-5  m³/sek og vatnasvið er um 167 km².
Eftir því sem byggð óx á Sauðárkróki, jókst þörf á rafmagni. Dísilrafstöð var komið upp árið 1922.

Íbúar Sauðárkróks höfðu mikinn hug á að virkja Gönguskarðsá. Í júní 1947 heimilaði Alþingi Rarik að reisa 1.500 ha raforkuver við Gönguskarðsá. Rarik fékk Almenna byggingafélagið til að sjá um mannvirki en starfsmenn Rarik sáu um hönnun véla og rafbúnaðar og niðursetningu á honum. Framkvæmdir stóðu yfir á árunum 1947-1949. Steinsteypt stífla var reist u.þ.b. 2 km ofan Sauðárkróks. Þaðan var lögð u.þ.b. 2,3 km löng þrýstivatnspípa, um 2.300 m (2.2 km úr tré). Innanmál hennar eru 1.350 mm og 1.200 mm. Steinsteyptum jöfnunarturni var komið fyrir á henni miðri til að jafna þrýsting við snöggar álagsbreytingar. Turn þessi var hinn fyrsti sinnar tegundar hérlendis. Aflstöðin var reist í norðanverðum kaupstaðnum og þar komið fyrir 1.000 kW vélasamstæðu. Frá henni var grafinn 29 metra langur frárennslisskurður út í fjöruborð. Gönguskarðsárvirkjun tók til starfa 8. desember 1949 og samhliða því var vatnsaflsstöðin í Sauðá lögð niður.

Við stíflugerð myndaðist lítið inntakslón sem hefur litla miðlun og á veturna getur orkuvinnsla minnkað verulega eða stöðvast um langan tíma.

Árið 1961 var stöðin stækkuð, þannig að byggt var við hana og settar niður tvær MAK-dísilvélar, 1.000 ha hvor.
Heimild: RARIK

https://www.rarik.is/

Gönguskarðsá þar er skemmtileg gönguleið !!!

Myndasafn

Í grennd

Laxárvatnsvirkjun
Árið 1933 reisti Stefán Runólfsson vatnsaflsstöð hjá Laxárvatni, skammt frá Blönduósi. Vélar voru  fengnar notaðar frá Noregi og prófaðar fyrir árslok…
Norðurland, ferðast og fræðast
Norðurland Vestra Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hrútafirði til Siglufjarðar. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérst…
Orkuveita Reykjavíkur Ferðast og fræðast
Orkuveita Reykjavíkur OR varð til við samruna Hitaveitunnar og Rafmagnsveitunnar og hóf starfsemi hinn   1. janúar 1999. Vatnsveitan sameinaðist Orkuv…
Rafmagnsveitur ríkisins RARIK ferðast og fræðast
Hlutverk RARIK er að afla, flytja, dreifa og selja orku, og stuðla þannig að aukinni verðmætasköpun og   farsæld í landinu. Rafmagnsveitur ríkisins, R…
Sauðárkrókur
Sauðárkrókur er kaupstaður innst í Skagafirði vestanverðum. Þar er blómleg útgerð og fiskvinnsla og öflug þjónusta við nágrannasveitir. Ferðaþjónusta …
Tindastóll
Tindastóll (995m) er u.þ.b. 18 km langt og áberandi fjall norðan Sauðárkróks við vestanverðan  Skagafjörð. Fyrrum kölluðu Laxdælir það Eilífsfjall og …
Trölli
TRÖLLI - SKÁLI FFS GÖNGUSKÖRÐ Skálinn Trölli er í 370 m.y.s. við Tröllafoss ofan Trölleyra upp af Kálfárdal í Gönguskörðum ofan Sauðárkróks. Skáli…
Virkjanir á Íslandi, ferðast og fræðast
Listi yfir raforkustöðvar í stafrófsröð Bjarnarflag Blævardalsárvirkjun Blönduvirkjun Búðarhálsstöð Búrfellsvirkjun …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )