Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Trölli

TRÖLLI – SKÁLI FFS
GÖNGUSKÖRÐ

Skálinn Trölli er í 370 m.y.s. við Tröllafoss ofan Trölleyra upp af Kálfárdal í Gönguskörðum ofan Sauðárkróks. Skálinn var klæddur að utan með ljósgrárri klæðningu 1999. Raflýsing með sólarrafhlöðum síðan 15. apríl 2000. Tröllakirkjan (1050m) trónir vestan og ofan Tröllabotna. Trölli hýsir 12 manns í kojum og fjóra á svefnlofti. Hann er einungis ætlaður göngufólki. Vatn er að finna 30 m frá skálanum. Sólpallur er við skálann.

Frá eyðibýlinu í Kálfárdal er gönguleið í skálann á sumrin (5 km) og á skíðum á veturna frá hliði (7 km). Frá Laxárdalsheiði um Kolugafjall, Bakdal og Skálarhnjúksdal er vinsæl snjósleðaleið. Frá Trölla í Þúfnavelli yfir Tröllaháls og um Þverárgil eru 9 km.

Um 9 km eru frá Trölla í Þúfnavelli yfir Tröllaháls og um Þverárgil.
Farið um Skagaveg 745 frá Sauðárkróki og inn Kálfárdal rétt vestan Skarðaréttar. Athuga þarf að aurbleyta er í afleggjara að vori til.

GPS hnit: 65°42,600´N 19°53,160´W.
Heimild: Vefur FFS.

Myndasafn

Í grennd

Gönguskarðsárvikjun
Gönguskarðsá er dragá, sem rennur í Skagafjörð rétt norðan Sauðárkróks. Venjulegt rennsli er 3-5  m³/sek og vatnasvið er um 167 km². Eftir því sem by…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )