Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Laxárvatnsvirkjun

Laxárvatn

Árið 1933 reisti Stefán Runólfsson vatnsaflsstöð hjá Laxárvatni, skammt frá Blönduósi. Vélar voru  fengnar notaðar frá Noregi og prófaðar fyrir árslok 1933. Virkjunin var við mynni Laxár, sem rennur úr Laxárvatni.

Árið 1937 var reist miðlunarstífla við ós Svínavatns og þaðan kemur megnið vatns þess, sem rennur í Laxárvatn. Miðlunin, sem þannig fékkst, er um 28 Gl. Beiðni kom frá Raforkufélagi Blönduóss um að ríkið tæki við rekstri rafveitu og virkjunar síðla árs 1951. Á þeim tíma voru rafveitan og vélar í virkjuninni orðnar úr sér gengnar.

Eftir að Rafmagnsveiturnar höfðu tekið við rekstri var hafizt handa um úrbætur og ný 480 kW vélasamstæða sett í virkjunina árið 1953. Í kjölfar þess voru stíflur, pípa, vatnsmannvirki og inntak endurgerð. Nýju vélarnar nota 3,36 m³/sek, þegar álag er mest. Vatn í miðlunarlóninu endist því í 96 daga, þótt ekkert bætist við. Nokkrar vatnsrennslistruflanir hafa hamlað rekstri, einkum á haustin, þegar snjóar á autt vatnið. Þá vill safnast krapi í aðrennslis- og frárennslisskurð rafstöðvarinnar. Stíflur þessar geta valdið því, að vatn flæðir yfir bakka og erfitt er að ræsa hann fram.

Árið 1954 var raflína lögð til Skagastrandar og Hvammstanga frá Laxárvatnsvirkjun. Þegar Laxárvatnsvirkjun og Gönguskarðsárvirkjun voru tengdar saman 1956, hófs samrekstur þeirra. Samtengingin jók vatnsnýtingu og rekstraröryggi til muna, þar sem virkjanirnar voru ólíkar að gerð; Gönguskarðsá er rennslisvirkjun en Laxárvatnsvirkjun er með mikla miðlun.

Heimild: RARIK

Myndasafn

Í grennd

Blönduós
Blönduós er kaupstaður, sem liggur beggja vegna ósa Blöndu. Hillebrandtshúsið var upphaflega byggt á Skagaströnd (Höfðakaupstað) árið 1733 og flutt ti…
Gönguskarðsárvikjun
Gönguskarðsá er dragá, sem rennur í Skagafjörð rétt norðan Sauðárkróks. Venjulegt rennsli er 3-5  m³/sek og vatnasvið er um 167 km². Eftir því sem by…
Landsvirkjun Ferðast og fræðast
Landsvirkjun ferðamennska og ferðaþjónusta. Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og leng…
Laxárvatn
Laxárvatn er í Ásum og einhver þekktasta veiðiá landsins rennur úr því, Laxá í Ásum. Vatnið er u.þ.b.  600 ha og veiðileyfin gilda á 3,5 km bakkalengd…
Rafmagnsveitur ríkisins RARIK ferðast og fræðast
Hlutverk RARIK er að afla, flytja, dreifa og selja orku, og stuðla þannig að aukinni verðmætasköpun og   farsæld í landinu. Rafmagnsveitur ríkisins, R…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Svínavatn
Svínavatn er í Svínavatnshreppi í A.-Húnavatnssýslu, 12 km², 123 m yfir sjó og mest 38,5 m djúpt.  Mesta   lengd þess er 11,1 km og breiðast er það 2,…
Virkjanir á Íslandi, ferðast og fræðast
Listi yfir raforkustöðvar í stafrófsröð Bjarnarflag Blævardalsárvirkjun Blönduvirkjun Búðarhálsstöð Búrfellsvirkjun …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )