Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Laxárvatn

Laxárvatn

Laxárvatn er í Ásum og einhver þekktasta veiðiá landsins rennur úr því, Laxá í Ásum. Vatnið er u.þ.b.  600 ha og veiðileyfin gilda á 3,5 km bakkalengd fyrir landi Sauðaness. Hámarksfjöldi stanga á dag er 10.

Veiðin er bleikja og urriði og nokkrir laxar veiðast þar einnig. Veiðin er mjög misjöfn. Veður, birta og beita hafa mikil áhrif. Veiðivon er mest síðdegis. Fiskar vega ½-2 pund. Umhverfis vatnið er gott berjaland og áhugavert fuglalíf.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 250 og 10 km frá Blönduósi.

Fish Parner:
Veiðitímabil:
Ísa leysir – 30. september
Meðalstærð:
1-2 pund
Fjöldi stanga:
Leyfilegt agn:
Fluga, maðkur, spún
Veiðibúnaður:
Einhenda #4-6
Bestu flugurnar:
Straumflugur, púpur og þurrflugur
Húsnæði:
Aðgengi:
Veiðikort
LAXÁRVATN
Laxárvatn er í austur Húnavatnssýslu rétt sunnan við Blönduós. Vatnið er mjög skemmtilegt veiðivatn og fullt af fiski. Mest er af urriða í vatninu en einnig er þar bleikja. Fiskurinn er mest á bilinu hálft til tvö pund. Einnig veiðist þar lax en ein besta og þekktasta laxveiði á heims rennur úr Laxárvatni, Laxá á Ásum. Í vatnið rennur svo fremri Laxá sem á upptök sín í Svínavatni. Aðgengi er gott og umhverfið fallegt, tilvalið fyrir fjölskyldur að koma við og renna fyrir fisk. Gott berjaland er við vatnið og mega veiðifélagar týna þau að vild.

Leiðarlýsing.
Vegalengd frá Reykjavík er um 250 km og um 6 km frá Blönduósi. Beygt er inn Svínvetningabraut (veg 731) sunnan við Blöndu og ekið fram hjá Sauðanesi. Beygt til hægri fyrsta afleggjara eftir að komið er framhjá Sauðanesi og þaðan liggur leiðin niður að vatni.

Veiðisvæðið.
Svæðið sem heimilt er að veiða á er vesturbakkinn á milli landamerkja Sauðaness og Köldukinnar að norðan og milli Sauðaness og Mánafoss að sunnan. Fram í miðjan júní ganga laus hross á svæðinu. Þau geta átt það til að fara í bíla veiðimanna og valda skemmdum. Mælt er með að lagt sé við girðinguna og labbað niður að vatni á þeim tíma sem hrossin eru laus.
Veiðitími
Heimilt er að veiða frá því að ísa leysir og til og með 30. september.
Reglur
Hundar: Já
Notkun báta: Nei
Netaveiði: Nei
Leyfilegt agn: Fluga, maðkur, spún
Umsjónarmaður/veiðivörður: Páll Þórðarson. S: 848 4284

KAUPA VEIÐILEYFI

 

Myndasafn

Í grennd

Blönduós
Blönduós er kaupstaður, sem liggur beggja vegna ósa Blöndu. Hillebrandtshúsið var upphaflega byggt á Skagaströnd (Höfðakaupstað) árið 1733 og flutt ti…
Laxá á Ásum
Var hugsanlega besta laxveiðiá í veröldinni, þegar hún er upp á sitt besta, en það er þegar hún er að gefa  1400 til 1800 laxa á 90 daga vertíð á tvær…
Laxárvatnsvirkjun
Árið 1933 reisti Stefán Runólfsson vatnsaflsstöð hjá Laxárvatni, skammt frá Blönduósi. Vélar voru  fengnar notaðar frá Noregi og prófaðar fyrir árslok…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )