Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Svínavatn

urridi

Svínavatn er í Svínavatnshreppi í A.-Húnavatnssýslu, 12 km², 123 m yfir sjó og mest 38,5 m djúpt.  Mesta   lengd þess er 11,1 km og breiðast er það 2,1 km. Sléttá og Svínadalsá renna til þess en afrennslið er Efri-Laxá, sem rennur til Laxárvatns. Veiðileyfin gilda á 2,3 km langri strandlengju, sem tilheyrir Mosfelli. Engin takmörk eru á fjölda veiðileyfa. Helzt veiðist vatnableikja, urriði og murta (aðeins í sept.). Auk þess veiðist lax í vatninu á hverju sumri. Besta veiðivonin er þar, sem klappir ganga fram í vatnið og við ósa lækja.

Bleikjan og urriðinn eru yfirleitt á bilinu frá tæpu pundi upp í 2-3 pund, en urriðar allt að 8 pund hafa veiðst og 5-6 punda bleikjur sjást endrum og sinnum. Akvegur liggur hvergi alveg að vatninu, nema að suðvestan. Samkvæmt þjóðtrúnni er prestum best að ríða ekki um vatnið á ísi.

Veiðikortið:
Leyfilegt er að veiða frá kl. 07:00 til 24:00.
Sigurður Árnason, Syðri-Grund. Sími 452-7138 og 662-2691. Netfang: blesi@emax.is . Sigurður er einnig með bátaleigu fyrir veiðimenn til að veiða í almenningi vatnsins. Þar eru einnig veittar frekari upplýsingar um vatnið og veiðina.

KAUPA Veiðikortið

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 240 km.

 

Myndasafn

Í grennd

Blönduós
Blönduós er kaupstaður, sem liggur beggja vegna ósa Blöndu. Hillebrandtshúsið var upphaflega byggt á Skagaströnd (Höfðakaupstað) árið 1733 og flutt ti…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …
Veiðikortið
Kaupa Veiðikortið

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )