Hlutverk RARIK er að afla, flytja, dreifa og selja orku, og stuðla þannig að aukinni verðmætasköpun og farsæld í landinu. Rafmagnsveitur ríkisins, RARIK, tóku til starfa 1. janúar 1947. RARIK er í eigu ríkisins, en er rekið sem sjálfstætt fyrirtæki. Yfirstjórn er í höndum þess ráðherra sem fer með orkumál hverju sinni. Rarik aflar orku með eigin framleiðslu og innkaupum og flytur hana um flutningskerfi til rekstrarsvæða sinna. Fyrirtækið selur raforku í heildsölu til rafveitna, dreifir raforku og varmaorku um eigin orkuveitusvæði og selur þar viðskiptavinum orkuna í smásölu.
RARIK rekur fimm hitaveitur, þar af eru þrjár jarðvarmaveitur
og tvær fjarvarmaveitur.
Jarðvarmaveitur
• Dalabyggð
• Blönduós og Skagaströnd
• Skagafjörður
Fjarvarmaveitur
• Seyðisfjörður
• Höfn
Hjá öllum hitaveitum RARIK hefur verið farið í jarðhitaleit á undanförnum árum og hún borið árangur, nema á Seyðisfirði.
VATNSAFLSVIRKJANIR
Fjarðárselsvirkjun Garðsárvirkjun Grímsárvirkjun
Gönguskarðsárvirkjun Lagarfossvirkjun Rjúkandavirkjun
Skeiðsfossvirkjanir Laxárvatnsvirkjun Smyrlabjargaárvirkjun