Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Orkubú Vestfjarða, ferðast og fræðast

Sjöundá

Orkubú Vestfjarða HF var stofnað á grundvelli laga frá 2001. Orkubú Vestfjarða HF tók til starfa 1. júlí   2001. Orkubú Vestfjarða var fyrsta rafveitan, sem fékk öryggisstjórnarkerfi samþykkt af Neytendastofu. Í upphafi var eignarhlutdeild óbreytt frá því, sem var í sameignarfélaginu, en í apríl 2002 átti ríkissjóður allt hlutafé sveitarfélaganna og á nú allt hlutaféð.

Orkubú Vestfjarða var stofnað á grundvelli laga er samþykkt voru 1976, en þá hafði Orkunefnd Vestfjarða starfað í tæpt ár, og skilað tillögum sínum. Orkubú Vestfjarða var sameignarfyrirtæki ríkissjóðs og sveitarfélaganna í Vestfjarðarkjördæmi. Eignarhluti ríkissjóðs var 40% en sveitarfélaganna 60%, og skiptist eignarhlutdeild þeirra innbyrðis í hlutfalli við íbúatölu hverju sinni. Þessi skipting eignarhlutdeildar sveitarfélaganna byggir á þeirri hugsun, að rétt sé að hlutur hvers einstaklings í þessu almenningsfyrirtæki vegi jafn mikið, hvar sem hann er búsettur á Vestfjörðum.

Tilgangur fyrirtækisins samkvæmt lögum er:
að virkja vatnsafl og jarðhita á Vestfjörðum, þar sem hagkvæmt þykir.
að eiga og reka vatnsorkuver og dísilraforkustöðvar til raforkuframleiðslu, ásamt nauðsynlegum mannvirkjun til raforkuflutnings og raforkudreifingar.
að eiga og reka jarðvarmavirki og fjarvarmakyndistöðvar ásamt nauðsynlegu dreifikerfi.
að annast virkjanarannsóknir og aðrar undirbúningsrannsóknir eftir því sem ákveðið er hverju sinni.

Samkvæmt þessu nær hlutverk fyrirtækisins til alls orkuiðnaðar á Vestfjörðum, hvort heldur orkugjafinn er vatnsafl, jarðvarmi eða einhver annar.

Orkubú Vestfjarða hóf starfsemi sína 1. janúar 1978, með yfirtöku á rekstri Rafveitu Ísafjarðar, Patrekshrepps og hluta Rafmagnsveitna ríkisins í Vestfjarðarkjördæmi. Ári síðar bættust við Rafveita Snæfjalla, Reykjafjarðar og Ögurhrepps.

Stjórn Orkubúsins er skipuð 5 mönnum, sem kjörnir eru á aðalfundi fyrirtækisins.
Orkubússtjóri veitir fyrirtækinu forstöðu, er framkvæmdastjóri þess, og hefur á hendi framkvæmd stefnu stjórnar fyrirtækisins.
Starfsemi Orkubúsins er skipt í 3 svið, orkusvið, rafveitusvið og fjármálasvið, og er framkvæmdastjóri yfir hverju sviði.

Orkubú Vestfjarða, Stakkanes 1, 400 Ísafjörður, sími: 450 3211, bréfsími 456 3204, orkubu@ov.is

Myndasafn

Í grennd

Einn fyrir alla og allir fyrir einn
Einn fyrir alla og allir fyrir einn: Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: …
Ferðafélag Íslands Ferðast og Fræðast
Ferðafélag Íslands grasrótin í ferðaþjónustu á Íslandi !!! Ferðafélag Íslands er áhugamannafélag um níu þúsund félagsmanna og hefur frá stofnun, ár…
Jarðfræði Vestfirðir – Strandir
Mestur hluti Vestfjarða og Stranda er háslétta með fjörðum og dölum sem myndast hafa þegar ísaldarjökull gróf sig niður. Víða í fjallshlíðum og þá sér…
Landsnet Ferðast og fræðast
Landsnet Landsnet er hlutafélag í eigu Landsvirkjunar, RARIK, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubús Vestfjarða og tók til starfa í ársbyrjun 2005. Fyrirtæ…
Landsvirkjun Ferðast og fræðast
Landsvirkjun ferðamennska og ferðaþjónusta. Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og leng…
Orka náttúrunnar
Við erum leiðandi í umhverfisvænum orkuskiptum á Íslandi og nýsköpun í nýtingu auðlindastrauma. Höfum náð metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum og stef…
Orkuveita Reykjavíkur Ferðast og fræðast
Orkuveita Reykjavíkur OR varð til við samruna Hitaveitunnar og Rafmagnsveitunnar og hóf starfsemi hinn   1. janúar 1999. Vatnsveitan sameinaðist Orkuv…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…
Útivist Ferðast og fræðast
Ferðafélagið Útivist grasrótin í ferðaþjónustu á Íslandi !!! SAGA ÚTIVISTAR Félagið Útivist var stofnað sunnudaginn 23. mars 1975 á fundi í Lindar…
Virkjanir á Íslandi, ferðast og fræðast
Listi yfir raforkustöðvar í stafrófsröð Bjarnarflag Blævardalsárvirkjun Blönduvirkjun Búðarhálsstöð Búrfellsvirkjun …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )