Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þverárvirkjun

Þverá í Steingrímsfirði rennur úr Þiðriksvallarvatni, sem er í um 78,5 m hæð yfir sjávarmáli.   Þiðriksvallarvatn var um 1,55 m2 að stærð og vatnasvið þess um 31 km2. Þverá er dragá með meðalárrennsli um 1,5 m3/s.

Fyrstu athuganir á virkjunarskilyrðum Þverár gerði Árni Pálsson verkfræðingur á árunum 1937-38. Þá var rafstöðin í Hólmavík orðin gömul og úrelt. Árni gerði ráð fyrir, að stöðvarhús og stífla yrði reist á sömu stöðum og raun varð á 1951-1953. Vantrú á fyrirtækið og fjárhagsörðuleikar hreppsfélagsins ollu því, að ekki varð af framkvæmdum.

Snemma árs 1951 var Rafmagnsveitum ríkisins falið að byggja virkjunina. 200 m langur skurður var sprengdur í haftið út úr vatninu að væntanlegu stíflustæði, vegir lagðir um svæðið og allt efni pantað. Sumarið 1952 var unnið við uppsteypu stíflu, undirstöður fyrir pípu og stöðvarhúsið. Uppsteypu hússins lauk um haustið og var það innréttað um veturinn.

Sumarið 1953 lauk gerð stíflunnar og þrýstivatnspípan lögð. Um haustið var unnið að uppsetningu vél- og rafbúnaðar. Strax í upphafi var ákveðið að hafa tvær vélar og eina pípu sem afkastaði nægu vatnsmagni og vatnsviðið gaf tilefni til.

Þverárvirkjun tók til starfa 15 desember 1953, á sama tíma og endurbótum rafveitukerfinu á Hólmavík var lokið. Stöðin var vígð við hátíðlega athöfn 4. september 1954.

Lýsing mannvirkja og búnaðar
Í gljúfri Þverár var byggð 17 metra löng og 10 m há bogastífla, fyrsta sinnar tegundar á landinu. Veggþykkt í boganum 60 cm og heildarlengd stíflu 34 m. Munur á hæsta og lægst vatnsborði var 4,5 m og miðlunin 7 Gl.

Pípan var járngyrt trépípa, 1200 mm innmál, framleidd af Tubus Trærör A/S í Noregi. Lengd 660 m, efri hlutinn á steinsteyptum stöplum og neðri hlutinn niðurgrafinn. Stöðvarhúsið um 100 m2, með stöðvarhúsgólf í 34 m.y.s. Arkitekt húss var Sigvaldi Thordarson. Aðalhönnuður og eftirlit Verkfræðistofa Sigurðar Toroddsen.

Vatnshverfill var frá þýska fyrirtækinu Dress & Co. GmbH af Francis-gerð. Ás láréttur, snúningshraði 1000 sn/mín og vatnsnotkun 1,4 m3/s. Nettofallhæð 45 m. Rafali frá Titan A/S danmörku, 560 kW, cos 0,8,spenna 3 kV, 50 Hz. Vatnshverfillinn eiðilaggðist 1995 og var vélin ekki lagfærð því þá voru uppi hugmyndir um að stækka virkjunina. Þá var nýbúið að endurnýja rafalann með öðrum af Siemens gerð, spennu 400 V.

Stækkun stöðvarhússins
1957 var pöntuð vél fyrir seinni áfanga og þegar til kom var ákveðið að hafa hana það stóra að hún gæti nýtt pípuna að fullu ein og sér. Allur búnaður var komin til landsins 1959, en framkvæmdum frestað því sú gamla dugði enn. 1963 var stöðvarhúsið stækkað um 100 m2 og vél II, eins og hún var kölluð sett niður. Allur sameiginlegur stjórnbúnaður fyrir báðar vélarnar kom nýr.

Vatnashverfill var af Francis-gerð frá CKD Tékkoslavakíu, láréttan ás, snúningshraði 600 sn/mín með vatnsnotkun 2,8 m3/s. Nettófallhæð 48-50 m. Rafali frá Skoda, 1176 kW, cos 0,8, spenna 6,3 kV. Vélin var í rekstri til apríl 2001. Þá kom upp bilun í rafala og hafist var handa við að fjarlægja vélina vegna stækkuninarinnar sem var á næsta leiti. Hefði annar verðið í rekstri 3 vikur til viðbótar.

Þiðriksvallarvatn og orkuvinnsla
Að afloknum fyrsta áfanga, var flatarmál vatnsins komið í 1,8 km2 við 82,5 m y.s. og fór þó nokkuð af láglendi við vesturenda vatnsins undir vatn. Þar á meðal tún jarðanna Þiðriksvalla og Vatnshorns.

Afköst virkjunarinnar byggðist að stórum hluta á miðlun úr vatninu. Dreifikerfi Þverárvirkjunar var einangrað frá öðrum kerfum og þurfti því virkjunin að anna allri eftirspurn á svæðinu. Svokölluð Strandaveita. Lítil raforkunotkun var á sumrin þegar nóg vatn var til staðar í ánum, en meira á veturna þegar rennslið var í lágmarki. Fljótlega bar á orkuskorti á veturna, því raforkunotkun jókst ár frá ári langt umfram því sem spáð var.

Árið1963 var stíflan hækkuð með því að steypa 90 cm hátt haft í yfirfallið og stækkaði miðlunin í 8,6 Gl. Á þessum árum og fram til 1967 var aukningin í raforkunotkun um 5% á ári. Mesta afl orðið um 600 kW og orkuþörfin á ársgrundvelli um 2,5 GWh á ári. Á þessum tíma var til skoðunar ýmsir möguleikar til að anna eftirspurn. Í fyrsta lagi með stífluhækkun eða auka innrennslið í Þiðriksvallarvatn.

Tvær veitur voru skoðaðar, Húsadalsárveitu og Ósárveita. Ekkert var af framkvæmdum þá. Stíflan var einungis hækkuð með plankaþili og nýir veggir og yfirfall steypt, samtals 22 m á lengd. Vatnsborðið þá orðið um 84 m hæð y.s. og miðlunin orðin 11,3 Gl. Tilraunir voru gerðar 1975 með að veita hluta af Ósánni yfir á vatnasvið Þiðriksvallarvatns, án þess að ljúka verkinu að fullu. 1998 var Ósárveita neðri síðan kláruð og stækkaði vatnasvið Þiðriksvallarvatns um 5 km2.

Árið 1992 var hafist handa með rennslismælingar á nærliggjandi ám og endaðu þær athuganir með forathugun á endurbótum að virkjuninni. Niðurstaða þessara athugana var að hagstæðast var að endurbyggja virkjunina á sama stað.

Frá 1978, eða þegar Orkubú Vestfjarða tók við rekstri virkjunarinnar og til og með 1998, eða í 21 ár var framleiðslan að meðaltali um 4 GWh. Þá var vairkjunin orðin tengd við samveituna. Þó nokkur framleiðsluaukning hefur orðið eftir að Ósárveita neðri kom í rekstur. Mesta framleiðsla virkjunarinnarmeð gamla búnaðinum var árið 1996, eða 6,2 GWh.

Ný virkjun
Árið 1999 hófst undirbúningur að byggingu 500 m langri jarðvegsstíflu, þar sem núverandi steinsteypt stífla yrði hluti af þeirri nýju. M.a. fór fram athuganir á plöntu og fuglalífi. Einnig skráning fornleifa. Sumarið 2000 hófust verklegar framkvæmdir við stífluna og lauk gerð hennar um haustið. Einnig fór fram fornleifauppgröftur á bæjarhól Þiðriksvalla.

Vatnsborð Þiðriksvallarvatns hækkaði með tilkomu jarðvegsstíflunar um 6 m og var komið í 90 m.y.s. Flatarmál vatnsins orðið 2,7 km2 og miðlunin orðin 25,3 Gl með 12 m niðurdrætti. Mesta hæð stíflu í Þvergili um 22 m. Stíflufyllingar voru um 65 þm3. Neðan við stífluna var byggt lokuhús fyrir pípubrots- og botnrásarloka. Verktaki við stífluframkvæmdir var Ístak hf.

Þrýstivatnspípan var endurnýjuð í tveimur áföngum. Efstu 330 m voru endurnýjaðir 1989 með PN 2,5 1300 mm trefjaplastpípu frá Vera A/S Noregi. Pípan var látin halda sér í gegnum jarðvegsstífluna með því að steypa umhverfis hana ásamt því að leggja 800 mm botnrásarpípu samsíða. Neðri helmingur pípunnar var endurnýjaður árið 2001 með PN 10, 1400 mm pípu frá sama fyrirtæki.

Allur vélbúnaður og hluti af rafbúnaði var boðinn út haustið 1999 til afhendingar vorið 2001. Ákveðið var að hafa einungis eina vél í stað tveggja áður. Stöðvarhúsið var lengt um 4m til að koma svo stórri vél fyrir. Einnig var hluti af gólfi í sal fjarlægt til að hægt væri að hafa vélina staðsetta neðar í húsinu.

Sprengt var fyrir nýrri sogþró niður í árfarveginn til að auka fallhæðina með að lækka undirvatnshæð vélarinnar í takt við lækkunina í húsinu. Árfarvegur Húsadalsár var víkkaður og 163 m langur og 7 m breiður fráveituskurður grafinn niður eftir Húsadalsá til að koma vatni frá sogþrónni.

Lýsing búnaðar
Vatnshverfill er af Francis-gerð með lágréttum ás frá VATECH í Þýskalandi. Snúningshraði 600 sn/mín, vatnsnotkun 4,5 m3/s og nettofallhæð 54 m. Hámarks afl við fullt lón er 2430 kW. Hámarks- og lágmarksfallhæð, 59 og 43 m. Rafali frá VEM, 2750 kVA, cos 0,8 , spenna 6,3 KV.

Hönnun og eftirlit með mannvirkjum var unnin af Verkfræðistofu Sigurðar Toroddsen og hönnun rafmagns var unnin af Rafteikningu Reikjavík. Arkitekt á breytingu húss var Elísabet Gunnarsdóttir Ísafirði. Verktaki við stækkun stöðvarhúss var Eiríkur og Einar Valur Ísafirði. Rafskaut á Ísafirði smíðaði stjórnskápa og lagningu rafmagns á staðnum. Að öðru leiti voru aðrið þættir unnir af starfsmönnum Orkubúsins. Gert er ráð fyrir að orkuframleiðsla nýju virkjunarinnar verði um 8,5 GWh.

Þverarvirkjun

Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir:

Myndasafn

Í grennd

Hólmavík
Hólmavík er kauptún við Steingrímsfjörð en þar er verzlunar- og þjónustumiðstöð fyrir Hornstrandir og hefur verið frá síðari hluta 19. aldar. Elzta hú…
Orkubú Vestfjarða, ferðast og fræðast
Orkubú Vestfjarða HF var stofnað á grundvelli laga frá 2001. Orkubú Vestfjarða HF tók til starfa 1. júlí   2001. Orkubú Vestfjarða var fyrsta rafveita…
Sögustaðir Ströndum
Sögustaðir eru fjölmargir á Ströndum, en hér má sjá nokkra þeirra. Árneskirkja Bjarnarfjörður nyrðri Bjarnarfjörður syðri Djúpa…
Strandir, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Húnaflóa til Jökulfirða. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæðisins er sérstaklega getið hér að neðan. Strandir er…
Virkjanir á Íslandi, ferðast og fræðast
Listi yfir raforkustöðvar í stafrófsröð Bjarnarflag Blævardalsárvirkjun Blönduvirkjun Búðarhálsstöð Búrfellsvirkjun …
Þiðriksvallavatn
Þiðriksvallavatn er í Hólmavíkurhreppi í Strandasýslu. Það er 1,45 km², dýpst 47 m og í 73 m hæð yfir   sjó. vatnsmiðlunar getur hæðin færst til um 6…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )