Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þiðriksvallavatn

Þiðreksvallarvatn

Þiðriksvallavatn er í Hólmavíkurhreppi í Strandasýslu. Það er 1,45 km², dýpst 47 m og í 73 m hæð yfir   sjó. vatnsmiðlunar getur hæðin færst til um 6 m. Vestan þess er Þiðriksvalladalur, vel gróinn og búsældarlegur. Við enda vatnsins í dalnum standa eyðibýlin Þiðriksvellir og Vatnshorn. Þverá rennur úr því til Steingrímsfjarðar. Hún er virkjuð.Góður akvegur liggur til vatnsins og að nokkru meðfram því. Umhverfið er mikið gróið og þykir fagurt. Í vatninu er bæði bleikja og urriði, mikið magn af fiski. Það er í eigu Hólmavíkurhrepps. Fjöldi stanga er ekki takmarkaður og besta agnið er fluga og spónn. Langt er síðan veitt var í net í vatninu. Vegalengdin frá Reykjavík er 320 km og 5 frá Hólmavík.

 

Myndasafn

Í grennd

Hólmavík
Hólmavík er kauptún við Steingrímsfjörð en þar er verzlunar- og þjónustumiðstöð fyrir Hornstrandir og hefur verið frá síðari hluta 19. aldar. Elzta hú…
Veiði Strandir
Stangveiði á Ströndum. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Strandir …
Þverárvirkjun
Þverá í Steingrímsfirði rennur úr Þiðriksvallarvatni, sem er í um 78,5 m hæð yfir sjávarmáli.   Þiðriksvallarvatn var um 1,55 m2 að stærð og vatnasvið…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )