Landsnet
Landsnet er hlutafélag í eigu Landsvirkjunar, RARIK, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubús Vestfjarða og tók til starfa í ársbyrjun 2005. Fyrirtækið starfar samkvæmt sérleyfi og er háð eftirliti Orkustofnunar sem ákveður tekjumörk sem gjaldskrár byggja á. Hlutfall eigenda er Landsvirkjun 64,73%, RARIK 22,51%, Orkuveita Reykjavíkur 6,78% og Orkubú Vestfjarða 5,98%.
Landsneti ber samkvæmt raforkulögum að endurskoða kerfisáætlun á hverju ári. Kerfisáætlun fellur undir lög um umhverfismat áætlana, þar sem hún felur í sér
stefnumörkun og áætlun um framkvæmdir sem marka stefnu um leyfisveitingar fyrir framkvæmdum sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum.
Hlutverk og skyldur Landsnets er að áætla, byggja upp og viðhalda dreifikerfi raforku um landið.
Nánar má lesa um Landsnet á vef þeirra www.landsnet.is