Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Lagarfljót og Lagarfljótsvirkjun

Lagarfljót er u.þ.b. 140 km langt frá efstu upptökum í Norðurdal, en þar heitir áin Jökulsá í Fljótsdal. Það er annað mesta vatnsfall Austurlands á eftir Jökulsá á Brú. Lögurinn er u.þ.b. 35 km langur, 53 km² að flatarmáli og mesta dýpi mældist 112 m.(6. dýpsta vatn landsins) Þessi dýpsti staður lagarins er rúmlega 90 m neðan sjávarmáls. Aðeins botn Öskjuvatns (200m) og Breiðamerkurlóns (280m) liggja dýpra undir sjávarmáli.

Vatnsmagnið í Leginum er rúmlega 2700 gígalítrar og það tekur 275 daga að endurnýjast. Vatnasviðið er 2900 ferkílómetrar, þar af 140 km2 jökull. Meðalrennsli á sekúndu hjá Lagarfossi á árabilinu 1975-2003 var 114 rúmmetrar, 34 frá Jökulsá í Fljótsdal við Hól (1998-2003), 26,5 úr Grímsá (1975-84), 16,1 úr Kelduá (1998-2003), 7,5 frá Fellsá (1998-2003), tæ´plega 3 úr Bessastaðaá (1971-89) og 11,3 úr Eyvindará (1953-84) Rennslissveiflur eru mjög miklar. Mesti flóðtoppurinn, 950 m3/sek, mældist við Strauma 30. nóvember 2002 og vatnshæð á sama tíma 22,99 m.y.s. við Lagarfljótsbrú. Meðalrennslið þar er 20,44 m.y.s. (1974-2003). Eftir að Kárahnjúkavirkjun var gangsett 30. nóvember 2007 bættust 110 rúmmetrar á sekúndu við fljótið. Aðrar minni aðflutningsleiðir vatns skila því u.þ.b. 16 rúmmetrum til Fljótsins. Vænn silungur veiddist í net en lítið veiðist á stöng vegna slæms skygginis í vatninu, sem versnaði til muna eftir að vatn úr Hálslóni bættist við.

Lagarfljótsormurinn er sagður vera stór og langur, eins og sést á myndskreytingunni á húshlið kaupfélagsins á Egilsstöðum. Hann er sagður sjást af og til, síðast í upphafi árs 2012 frá Hrafnkelsstöðum. Bóndanum tókst að ná góðum myndum af honum. Annar samnefndur ormur hóf reglulegar siglingar með skemmtiferðamenn á Leginum sumarið 1999 og bauð upp á veizlur um borð. Nokkuð gasuppstreymi er í Fljótinu úti af Hreiðarsstöðum og Buðlungavöllum, þannig að þar eru vakir á veturna og betra að fara varlega á ísnum samanber Droplaugarsona sögu.

Milli Egilsstaða og Fellabæjar er fyrrum lengsta brú landsins, 301 m, og þar er talið að Lögurinn endi. Neðan brúar taka við hallalitlir flóar, Vífilsstaðaflói og Steinsvaðsflói rétt fyrir ofan Lagarfoss. Ferjustaður með dragferju var við Steinsvað. Laxastigi var steyptur í Lagarfossi árið 1935. Eftir að miðlunarstífla Fljótsdalsvirkjunar var byggð gætir vatnshækkunar alla leið inn í Fljótsdal. Lagarfossvirkjun var vígð árið 1975 (7,5 MW).

Tölulegar upplýsingar eru úr bókinni Hallormsstaður í Skógum eftir Hjörleif Guttormsson og Sigurð Blöndal.

Þegar hverflar Kárahnjúkavirkjunar fóru að snúast, var verulegu vatnsmagni (110 m³/sek) árinnar veitt til Lagarfljóts, þannig að Jökla varð ekki svipur hjá sjón og hinn mikli framburður hennar hvarf, því hann verður eftir í lóninu mikla handan risastíflunnar í gljúfrum hennar. Talið er, að lónið fyllist af framburði á fjórum öldum. Engum er ljóst, hvaða áhrif þessar breytingar kunna að hafa á umhverfinu uppi á hálendinu og við ósa árinnar. Margir bændur óttast, að þær verði verulegar við Héraðsflóa. Örn Þorleifsson, ferða- og nytjabóndi á Húsey, telur, að verulegur hluti lands umhverfis bæjarhólinn geti farið undir vatn.

Íslenzka heimildamyndin Baráttan um landið er saga landsins, sem fór undir vatn og mannvirki til raforkuframleiðslu fyrir stóriðju. Þessa sögu segir fólkið, sem býr á og unnir þessu landi á auðmjúkan hátt. Myndin segir sögu náttúrunnar, sem er í hættu vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda fyrir stóriðju á Íslandi. Sagan nær einnig til ómetanlegra náttúruperlna, sem hefur nú þegar verið fórnað. Næstum 80% framleiddrar raforku fara til erlendrar stóriðju. Sögumenn myndarinnar spyrja á hógværan hátt: „Hvernig lífi viljum við lifa og hvernig viljum við hafa umhverfi okkar? Verða fleiri álver reist? Er þetta stefnan, sem við viljum taka?
Höfundur myndarinnar er Helena Stefánsdóttir og meðhöfundur Arnar Steinn Friðbjörnsson. Undraland er framleiðandi. Myndin var frumsýnd 4. apríl 2012 í Bíó Paradís.

Lagarfossvirkjun
Lagar­foss­virkj­unin er í Lagar­fljóti á Fljóts­dals­héraði og dregur nafn af samnefndum fossi sem áður rann þarna.

Myndasafn

Í grennd

Austurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Jökulsárlóni að Bakkafirði. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérstaklega getið neðan v…
Eyjabakkar
Eyjabakkar eru mýrlent landsvæði upp af Fljótsdal framan við jökulsporð Eyjabakkajökuls. Þar er   talið að u.þ.b. 7000 pör heiðagæsa verpi ár hvert. L…
Eyvindará
Eyvindará er í Egilsstaðahreppi, Suður-Múlasýslu. Talin bæði lindá og dragá. Upptökin eru í  Eyvindaárdölum (Slenjudal, Tungudal og Svínadal). Áin fel…
Gljúfravatn
Gljúfravatn er meðal margra góðra silungsvatna í tungunni milli Lagarfljóts og Jökulsár á Brú í  Tunguhreppi í Norður-Múlasýslu. Það er 0,25 km², grun…
Golfklúbbur Fljótdalshéraðs
Golfklúbbur Fljótdalshéraðs Ekkjufellsvöllur Á Fljótsdalshéraði er einn 9 holu golfvöllur rekinn af golfklúbbi Fljótsdalshéraðs. Golfvöllurinn heitir…
Grímsárvirkjun, Seyðidfjörður
Árið 1952 var Rarik heimilað með lögum að virkja Grímsá á Völlum eða Fjarðará í Seyðisfirði með allt að  2000 hestafla orkuveri. Frá því átti að leggj…
Hallormsstaður
Stærsti skógur Íslands Hallormsstaðaskógur er stærsti skógur Íslands, 27 km frá Egilsstöðum, austan Lagarfljóts og 5 km frá Jökulsár í Fljótsdal. Ár…
Hengifossá
Áin á upptök sín í Hengifossárvatni á Fljótsdalsheiði. Hún fellur í Lagarfljót innanvert. Tveir aðalfossar prýða ána, hinn annar hæsti á landinu, Heng…
Krókavatn
Krókavatn er við veg 944, 2 km norðaustan Lagarfossvirkjunar í Hjaltastaðaþinghá á Héraði. Vatnið er   0,8 km², mesta dýpi 15 m og það er í 30 m hæð y…
Lengstu ár í km.
1. Þjórsá  2302. Jökulsá á Fjöllum  2063. Ölfusá/Hvíta  1854. Skjálfandafljót  1785. Jökulsá á Dal/Brú  1506. Lagarfljót …
Miðhús
Reiðvegir milli Seyðisfjarðar og Reyðarfjarðar mynduðu krossgötur í landi Miðhúsa fyrr á öldum. Bærinn  er sunnan Eyvindarár í grennd við mót vega að…
Múlaá
Múlaá í Skriðdal er mjög vinsæl meðal heimamanna. Fyrstu upptök hennar eru í Ódáðavötnum. Húnferð sína í mjólkurlituðum Leginum í aðeins 15 ökumínútna…
Rafmagnsveitur ríkisins RARIK ferðast og fræðast
Hlutverk RARIK er að afla, flytja, dreifa og selja orku, og stuðla þannig að aukinni verðmætasköpun og   farsæld í landinu. Rafmagnsveitur ríkisins, R…
Rangá Egilsstaðir
Rangá er á mörkum Fella- og Tunguhreppa í N.-Múlasýslu. Hún á upptök í Sandvatni á Fellaheiði og þó lengra aðkomin , því Sandá rennur í Sandvatn af he…
Reyðarvatn
Reyðarvatn er í Borgarfjarðarsýslu, upp frá botni Lundarreykjadals. Á fyrri jarðsögutímum hefur  dalurinn verið lengri en nú er. Við gos undir jökli h…
Sandvatn
Sandvatn, 3 km², er á Gautlandsheiði, Skútustaðahreppi í S.-Þingeyjarsýslu. Það er allt fremur grunnt,    dýpst 4 m. Hæð þess yfir sjávarmáli er 381 …
Skriðdalur
Skriðdalur nær frá Völlum á Héraði að Breiðdalsheiði og Öxi í suðri. Þar sem hann er breiðastur, klofnar   hann um Þingmúlann í Norður- og Suðurdal. S…
Skriðuvatn
Skriðuvatn er í Skriðdalshreppi. Það er 1,25 km², dýpst 10 m og er í 155 m hæð yfir sjó. Öxará og  Vatnsdalsá renna til þess og úr því fellur Múlaá, s…
Svínaskálastekkur
Svínaskálastekkur er eyðibýli í Helgustaðahreppi í Reyðarfirði. Árið 1904 byggði Ásgeir Ásgeirsson frá   Ísafirði þar hvalstöð, sem var við lýði í átt…
Urriðavatn
Urriðavatn er í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu á Bjarnafjarðarhálsi. Það er 1,4 km², dýpst 20 m og í   172 m hæð yfir sjó. Það er drjúg gönguleið að…
Valþjófsstadir
Þetta forna höfuðból og kirkjustaður frá a.m.k. 14. öld er í Fljótsdal. Staðarkirkjan var Maríukirkja að  en varð aðalkirkja 1306, sem áður var að Be…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )