Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Miðhús

Reiðvegir milli Seyðisfjarðar og Reyðarfjarðar mynduðu krossgötur í landi Miðhúsa fyrr á öldum. Bærinn  er sunnan Eyvindarár í grennd við mót vega að Eiðum og yfir Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar. Þarna var reist gistihús á níunda tugi 19. aldar, sem stendur enn þá.

Árið 1980 fanns þarna silfursjóður frá landnámsöld. Hann vegur rúmlega 650 g og telur 41 grip. Þáverandi þjóðminjavörður, Kristján Eldjárn, áleit hann einhvern merkasta fund, sem fundizt hefði frá þessum tíma. Rúmlega áratugi síðar upphófust deilur um sjóðinn vegna þess, að sumir töldu hann falsaðan. Það tók nokkur ár fyrir fólkið á Miðhúsum að hreinsa sig af þessum áburði.

Núverandi húsráðendur í Miðhúsum eru við sama heygarðshornið og forverar þeirra og bjóða gestum og gangandi dvöl í sumarhúsum og haglega smíðaða gripi í handverkshúsi.

 

Myndasafn

Í grennd

Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )