Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eyjabakkar

Eyjabakkajökull
Snæfell

Snæfell (sæluhús) 29 km <Eyjabakkar> Egilsstaðir 86 km.

Eyjabakkar eru mýrlent landsvæði upp af Fljótsdal framan við jökulsporð Eyjabakkajökuls. Þar er   talið að u.þ.b. 7000 pör heiðagæsa verpi ár hvert. Leiðin upp að Eyjabökkum er um Snæfellsleið (F-909), sem Landsvirkjun lagði og er fær flestum bílum á sumrin. Einnig liggur leið úr Jökuldal frá Brú um Hrafnkelsdal að Snæfelli. Eyjabakkarnir hafa líklega myndazt við uppfyllingu jökullóns, sem stóð í allstórri dæld. Þar er nú víða ótræðar mýrarflesjur vaxnar broki, stör og öðrum mýragróðri. Sagnir herma að hreindýr hafi sést hverfa í kviksyndið.

Margar og grunnar kvíslar Jökulsár sameinast þar smám saman í eina á, sem fellur niður í Fljótsdal og myndar m.a. Löginn á leið sinni til sjávar. Hún fellur fyrst frá Eyjabökkum í fossum og flúðum niður í djúpt klettagil, sem er upphaf Fljótsdalsins. Þar eru m.a. Eyjabakkafoss og Kirkjufoss. Kofi leitarmanna, Bergkvíslarkofi, er Austan Eyjabakka. Hann er ekki notaður lengur. Annar slíkur, Hálskofi, er í undirhlíðum Snæfellsháls að norðanverðu.

Hraunaveita:
Jökulsá á Fljótsdal er stífluð nokkru fyrir neðan Eyjabakkafoss og myndast þar inntakslón sem nefnist Ufsarlón. Í Kelduá er myndað Kelduárlón, um 7 km², þar sem nú er Folavatn. Í Hraunaveitu sameinast vatn frá Kelduá, Grjótá og Sauðá og er því veitt í Jökulsá á Fljótsdal um göng og skurði.

Meira:
Eyjabakkar eru mýrlent landsvæði upp af Fljótsdal framan við jökulsporð Eyjabakkajökuls. Þar er talið að u.þ.b. 7000 pör heiðagæsa verpi ár hvert og áætlanir eru uppi um að sökkva þessu svæði undir miðlunarlón vegna virkjunarframkvæmda. Þessum áformum var mætt með hörðum mótmælum þeirra, sem vilja ekki að stöðugt sé ráðist á ný svæði til virkjana, þannig að allt hálendi landsins verði undirlagt. Margir, einkum Austlendingar, lýstu yfir stuðningi sínum við þessi áform og töldu þau mundu styrkja landshlutann með fleiri atvinnutækifærum, Norsk Hydro léti verða af áformum sínum um byggingu 180.000 tonna álvers við Reyðarfjörð í kjölfarið.

Horfið var frá þessum áformum, m.a. vegna mikillar mótmælaöldu um land allt og lokst dró Norsk Hydro sig í hlé og fyrirtækið afréð láta af álversframkvæmdum hérlendis, a.m.k. í bili. Skömmu síðar hófust samningar við Alcoa um 290.000 tonna álver við Reyðarfjörð og þeir tókust. Yfirvöld afréðu að stífla við Kárahnjúka og framkvæmdir hófust 2002. Áætlað er að þeim ljúki 2007.

Eyjabakkarnir hafa líklega myndazt við uppfyllingu jökullóns, sem stóð í allstórri dæld. Þar er nú víða ótræðar mýrarflesjur vaxnar broki, stör og öðrum mýragróðri. Sagnir herma að hreindýr hafi sést hverfa í kviksyndið. Margar og grunnar kvíslar Jökulsár sameinast smám saman í eina á, sem fellur niður í Fljótsdal og myndar m.a. Löginn á leið sinni til sjávar. Hún fellur fyrst frá Eyjabökkum í fossum og flúðum niður í djúpt klettagil, sem er upphaf Fljótsdalsins. Þar eru m.a. Eyjabakkafoss og Kirkjufoss. Kofi leitarmanna, Bergkvíslarkofi, er Austan Eyjabakka. Hann er ekki notaður lengur. Annar slíkur, Hálskofi, er í undirhlíðum Snæfellsháls að norðanverðu.

Eyjabakkajökull er austastur og minnstur skriðjökla úr norðanverðum Vatnajökli. Hann sniglast niður Djöflaskarð, sem er austan Breiðubungu. Framan við hann er árset og grunn lón. Hann hljóp fram samtímis Brúarjökli árið 1890. Framskriðið vafði graslendið upp í heljarmikla torfustranga og gróðurlendinu fjær í fellingar, sem sjást enn þá. Síðar urðu framskrið 1931 og 1938. Jökulsá á Fljótsdal kemur undan Eyjabakkajökli.

Myndasafn

Í grennd

Gönguleið Snæfell – Lónsöræfi
Vegalengdir: Snæfell - Geithellnar um Geithellnadal = u.þ.b. 100 km; Snæfell - Þórisdalur um     Kjarrdalsheiði= u.þ.b. 80 km. Gönguleiðin frá Snæf…
Hálendið, ferðast og fræðast
Þegar talað er um (Hálendið) miðhálendið, er yfirleitt miðað við landsvæði ofan 400 m hæðar yfir sjó. Þetta svæði nær yfir u.þ.b. 76% af flatarmáli la…
Kárahnjúkar
Kárahnjúkar Kárahnjúkar eru móbergsfjöll austan Jökulsár á Dal á móti Hafrahvamma-gljúfrum og Glámshvömmum. Ytri hnjúkurinn er hærri, 835 m.y.s. Megi…
Snæfell
Snæfell er hæsta staka fjall landsins, 1833 m yfir sjó. Það sést víða að og útsýnið af tindi þess er geysivítt á góðum degi. Það er nokkuð keilulaga, …
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Vatnajökull kort
Kort af Vatnajökli Hér má sjá alla jökla sem saman mynda Vatnajökul og ýmsa staði sem tengjast Vatnajökli. On this map you can see the Glaciers how …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )