Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Snæfell

Snæfell

Snæfell er hæsta staka fjall landsins, 1833 m yfir sjó. Það sést víða að og útsýnið af tindi þess er geysivítt á góðum degi. Það er nokkuð keilulaga, enda forn megineldstöð, sem hefur ekki rumskað undanfarin 10 þúsund ár. Það mun hafa myndazt síðla á ísöld og er því yngsta eldstöð Austurlands. Vegna þess, hve hátt það rís, hverfa efstu fannir þess ekki á sumrin. Það er tiltölulega auðvelt að klífa fjallið frá sæluhúsi Ferðafélagsins. Vestan Snæfells og austan Jökulsár á Brú eru Vesturöræfi og vestan hennar Brúaröræfi. Á báðum þessum öræfum eru meginstöðvar hreindýranna auk Kringilsárrana. Norðan Snæfells eru Nálhúshjúkar og sunnan þess eru Þjófahnúkar, en þaðan er gott útsýni yfir Eyjabakkasvæðið. Skemmtileg gönguleið liggur frá Snæfelli yfir Eyjabakkajökul að skála við Geldingafell og þaðan suður Lónsöræfi. Í Eyjabakkajökli eru tíðum stórkostlegir íshellar.

Nálhúshnjúkar (1210m) eru móbergstindar norðan Snæfells. Sauðafell (900m) er norðan þeirra. Í sama fjallaklasanum eru einnig Hafursfell (1089m) austast og Grábergshnjúkar (1050m) vestast. Nálhúshnjúkar sjást bezt úr byggð frá Hallormsstað. Þaðan sést ekki til Snæfells.

Þjófahnjúkar eru tindaröð sunnan Snæfells, en með því og Nálhúshnjúkum myndast samfelldur fjallgarður. Hæð Þjófahnjúka er 1100-1300 m. Þeir eru víðast snarbrattir og tæpast er þar gróður að finna. Litla-Snæfell (1160m) nefndi Þorvaldur Thoroddsen innsta hnjúkinn. Um miðja hnjúkaröðina rennur Þjófagilsá. Láglendið milli heildarfjallgarðsins og Jöklu, Vesturöræfi, er að mestu gróið alveg upp undir jökul. Sögur segja frá bústöðum útilegumanna á þessum slóðum og víst er, að oft má sjá hreindýr á þessum slóðum.

Bílfærar leiðir liggja upp úr Fljótsdal og Hrafnkelsdal að Snæfelli.

Eftir stofnun þjóðgarðsins Vatnajökuls hinn 7. júní 2008 varð Snæfell eitt aðsetra þjóðgarðsvarða..

Myndasafn

Í grennd

Eyjabakkar
Eyjabakkar eru mýrlent landsvæði upp af Fljótsdal framan við jökulsporð Eyjabakkajökuls. Þar er   talið að u.þ.b. 7000 pör heiðagæsa verpi ár hvert. L…
Gönguleið Snæfell – Lónsöræfi
Vegalengdir: Snæfell - Geithellnar um Geithellnadal = u.þ.b. 100 km; Snæfell - Þórisdalur um     Kjarrdalsheiði= u.þ.b. 80 km. Gönguleiðin frá Snæf…
Hálendið, ferðast og fræðast
Þegar talað er um (Hálendið) miðhálendið, er yfirleitt miðað við landsvæði ofan 400 m hæðar yfir sjó. Þetta svæði nær yfir u.þ.b. 76% af flatarmáli la…
Kárahnjúkar
Kárahnjúkar Kárahnjúkar eru móbergsfjöll austan Jökulsár á Dal á móti Hafrahvamma-gljúfrum og Glámshvömmum. Ytri hnjúkurinn er hærri, 835 m.y.s. Megi…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )