Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Möðrudalur

Möðrudalur stendur bæja hæst (469m) og lengst inni í óbyggðum. Jörðin er meðal hinna landmestu og   getur fé gengið þar sjálfala. Þjóðvegurinn var fluttur norðar á svokallaða Háreksstaðaleið árið 2000, þannig að staðurinn er ekki í þjóðleið lengur.

Kirkjuna í Möðrudal byggði Jón A. Stefánsson (1880-1971) árið 1949 til minningar um konu sína. Jón smíðaði og prýddi kirkjuna sjálfur. Altaristaflan sýnir Fjallræðuna. Austan Möðrudals liggja vegir inn á Brúaröræfi og til Kverkfjalla.

Ferjufjall (547m) er vestan Jökulsár á Fjöllum, nokkru sunnar en Möðrudalur. Þar var fyrrum ferjustaður fyrir þá, sem fóru um Ódáðahraunsveg. Þaðan eru 55-60 km að Suðurárbotnum og 70 km að Skjálfandafljóti. Forn vörðubrot benda til mannaferða. Líklega fór Sámur á Leikskálum (Hrafnkelssaga) þessa leið.

Myndasafn

Í grend

Möðrudalskirkja
Möðrudalskirkja er í Valþjófsstaðaprestakalli í Múlaprófastsdæmi. Hún var byggð árið 1949. Jón A. Stefánsson (1880-1971), bóndi, reisti hana til minni…
Sogustadir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )