Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Möðrudalur

Möðrudalur stendur bæja hæst (469m) og lengst inni í óbyggðum. Jörðin er meðal hinna landmestu og   getur fé gengið þar sjálfala. Þjóðvegurinn var fluttur norðar á svokallaða Háreksstaðaleið árið 2000, þannig að staðurinn er ekki í þjóðleið lengur.

Kirkjuna í Möðrudal byggði Jón A. Stefánsson (1880-1971) árið 1949 til minningar um konu sína. Jón smíðaði og prýddi kirkjuna sjálfur. Altaristaflan sýnir Fjallræðuna. Austan Möðrudals liggja vegir inn á Brúaröræfi og til Kverkfjalla.

Ferjufjall (547m) er vestan Jökulsár á Fjöllum, nokkru sunnar en Möðrudalur. Þar var fyrrum ferjustaður fyrir þá, sem fóru um Ódáðahraunsveg. Þaðan eru 55-60 km að Suðurárbotnum og 70 km að Skjálfandafljóti. Forn vörðubrot benda til mannaferða. Líklega fór Sámur á Leikskálum (Hrafnkelssaga) þessa leið.

Myndasafn

Í grend

Möðrudalskirkja
Möðrudalskirkja er í Valþjófsstaðaprestakalli í Múlaprófastsdæmi. Hún var byggð árið 1949. Jón A. Stefánsson (1880-1971), bóndi, reisti hana til minni…
Sögustaðir Norðurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )