Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Goðafoss

Goðafoss

Goðafoss er einn fegurstu fossa landsins. Hann er steinsnar frá þjóðveginum í hinu 175 km langa Skjálfandafljóti, rétt hjá Fosshóli í mynni Bárðardals. Skjálfandafljótið, sem á upptök í Vonarskarði, rennur í gljúfrum og þrengslum á nokkrum kafla fyrir neðan fossinn.

Samkvæmt Kristnisögu á Þorgeir Ljósvetningagoði og lögsögu- maður að hafa kastað goðum sínum í fossinn eftir að kristni var lögtekin árið 1000 og fossinn fékk nafn sitt af því. Hraunið, sem fljótið rennur um í Bárðardalnum til sjávar, er næstum jafnlangt og áin sjálf. Upptök þess eru við jaðar Vatnajökuls og það rann alla leið út í Skjálfandaflóa.

Á miðju bílastæðinu er minnisvarði, sem Lögmannafélag Íslands lét reisa Þorgeiri Ljósvetningagoða Þorkelssyni 1997 vegna lögspeki hans og málamiðlunar á Alþingi Íslendinga árið 1000, þegar við lá, að til átaka kæmi milli heiðinna manna og kristinna. Áletrunin er svohljóðandi:
„En nú þykir mér það ráð, að vér látum og eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gangast, og mælum svo mál á milli þeirra, að hvorirtveggju hafi nokkuð síns máls og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.”

Myndasafn

Í grennd

Akureyri
Akureyri er stærsti kaupstaður landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Þessi fallegi bær kúrir í fallegum  ramma innst í Eyjafirði vestanverðum og einhver…
Aldeyjarfoss
Aldeyjarfoss er meðal fegurstu fossa í Skjálfandafljóti. Hann er innrammaður í fagrar stuðlabergsmyndanir og þar er líka að finna marga skessukatla. H…
Bárðardalur
Bárðardalur er milli Fljótsheiðar í austri, Fnjóskadals í vestri og Aðaldals í norðri. Hann teygist suður að mörkum Sprengisands og Ódáðahrauns og er …
Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að sko…
Hæstu fossar í metrum
Hæstu fossar Íslands mældir í metrum. Glymur  190 Hengifoss  128 Háifoss  122 Seljalandsfoss  65 Skógafoss  62 Dettifoss  44 Gu…
Húsavík
Húsavík er kaupstaður við innanverðan Skjálfanda að austanverðu. Fiskvinnsla og útgerð hefur verið ein  af stoðum atvinnulífisins ásamt með verslun og…
Tjaldstæðið Goðafoss
Goðafoss er einn fegurstu fossa landsins. Hann er steinsnar frá þjóðveginum í hinu 175 km langa Skjálfandafljóti, rétt hjá Fosshóli í mynni Bárðardals…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )