Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Bárðardalur

Goðafoss

Bárðardalur er milli Fljótsheiðar í austri, Fnjóskadals í vestri og Aðaldals í norðri. Hann teygist suður að mörkum Sprengisands og Ódáðahrauns og er meðal lengstu, byggðu dala landsins (35 km milli efsta og neðsta bæjar). Hann er víðast fremur mjór milli brattra og gróinna hlíða. Dalbotninn er víðast flatur og þakin hraunkvísl úr Ódáðahrauni. Ofan á henni er að mestu víðir, lyng og fjalldrapi eða valllendisgróður. Skóglendi eru aðallega í vesturhlíðunum og víða er dalurinn vel fallinn til ræktunar. Talið er, að dalurinn hafi orðið til við sig. Vestan hans eru blágrýtisfjöll (600-700m) en austan hans er móberg (Fljótsheiði; 200-300m). Skjálfandafljót (175 km) fellur um dalinn allt frá efstu upptökum í Vonarskarði. Efst í dalnum er Aldeyjarfoss, umgirtur stuðlabergi, og neðst í honum er Goðafoss.

Fyrsti landnámsmaðurinn í dalnum var Bárður Heyangurs-Bjarnason, sem byggði bæ að Lundarbrekku. Síðar fluttist hann búferlum suður yfir hálendið að Núpum í Fljótshverfi.

Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og lengi lágu ferðalög niðri, eða allt fram á 18.öld. Nú á dögum er ferðast um hálendið allt árið. Vegakerfið er víða orðið fært öllum tegundum farartækja á sumrin, einkum fyrir tilstuðlan Landsvirkjunar.

Myndasafn

Í grennd

Aldeyjarfoss
Aldeyjarfoss er meðal fegurstu fossa í Skjálfandafljóti. Hann er innrammaður í fagrar stuðlabergsmyndanir og þar er líka að finna marga skessukatla. H…
Bárðargata
Bárðargata er nafn á leið um Vonarskarð frá Bárðardal suður í Fljótshverfi. Bárður Heyangurs-Bjarnason nam Bárðardal frá Kálfborgará og Eyjardalsá og …
Íshólsvatn
Íshólsvatn er suður af Mýri í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu. Það er u.þ.b. 5,2 km², 5 km langt og allt   að 39 m djúpt. Í það rennur Rangá og fleir…
Mjóidalur
Mjóidalur teygist suður frá Bárðardal, langur og mjór, alla leið suður að Kiðagilsdrögum vestanverðum. Vegalengdin frá Mýri í Bárðardal að Ytrimosum á…
Ódáðahraun
Ódáðahraun er stærsta samfellda hraunbreiða landsins. Mörk þess eru Vatnajökull og Vonarskarð að     sunnan, Skjálfandafljót að vestan, Jökulsá á Fjöl…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Sprengisandur
Sprengir er talinn vera suðvestan Fjórðungsvatns og vera staður, þar sem hestar sprungu á reiðinni, þegar fólk reið eins hratt og það gat til að komas…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )