Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Bárðardalur

Goðafoss

Bárðardalur er milli Fljótsheiðar í austri, Fnjóskadals í vestri og Aðaldals í norðri. Hann teygist suður að mörkum Sprengisands og Ódáðahrauns og er meðal lengstu, byggðu dala landsins (35 km milli efsta og neðsta bæjar). Hann er víðast fremur mjór milli brattra og gróinna hlíða. Dalbotninn er víðast flatur og þakin hraunkvísl úr Ódáðahrauni. Ofan á henni er að mestu víðir, lyng og fjalldrapi eða valllendisgróður. Skóglendi eru aðallega í vesturhlíðunum og víða er dalurinn vel fallinn til ræktunar. Talið er, að dalurinn hafi orðið til við sig. Vestan hans eru blágrýtisfjöll (600-700m) en austan hans er móberg (Fljótsheiði; 200-300m). Skjálfandafljót (175 km) fellur um dalinn allt frá efstu upptökum í Vonarskarði. Efst í dalnum er Aldeyjarfoss, umgirtur stuðlabergi, og neðst í honum er Goðafoss.

Fyrsti landnámsmaðurinn í dalnum var Bárður Heyangurs-Bjarnason, sem byggði bæ að Lundarbrekku. Síðar fluttist hann búferlum suður yfir hálendið að Núpum í Fljótshverfi.

Myndasafn

Í grend

Bárðargata
Bárðargata er nafn á leið um Vonarskarð frá Bárðardal suður í Fljótshverfi. Bárður Heyangurs-Bjarnason nam Bárðardal frá Kálfborgará ...
Mjóidalur
Mjóidalur teygist suður frá Bárðardal, langur og mjór, alla leið suður að Kiðagilsdrögum vestanverðum. Vegalengdin frá Mýri í Bárðard ...
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar. Álftavatn Arnardalur ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )