Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Mjóidalur

bardardalur

Mjóidalur teygist suður frá Bárðardal, langur og mjór, alla leið suður að Kiðagilsdrögum vestanverðum. Vegalengdin frá Mýri í Bárðardal að Ytrimosum á Mjóadal er u.þ.b. 20 km. Dalurinn er sæmilega gróinn nyrzt en uppblásturinn hefur yfirhöndina sunnar og olli því, að byggð lagðist af árið 1894.
Þar var búið á samnefndum bæ og þar átti Stephan G. Stephansson skáld heima áður en hann hélt til  File:Stephan G. Stephansson.jpgVesturheims.
Mjóadalsá rennur til Skjálfandafljóts rétt sunnan Mýrar og var oft erfið yfirferðar áður en hún var brúuð 1977. Á leiðinni suður eða norður með Mjóadal leggja flestir lykkju á leið sína til að skoða Aldeyjarfoss og Kiðagil.

Myndasafn

Í grend

Aldeyjarfoss
Aldeyjarfoss er meðal fegurstu fossa í Skjálfandafljóti. Hann er innrammaður í fagrar stuðlabergsmyndanir og þar er líka að finna marga skessukatla. H…
Bárðardalur
Bárðardalur er milli Fljótsheiðar í austri, Fnjóskadals í vestri og Aðaldals í norðri. Hann teygist suður að mörkum Sprengisands og Ódáðahrauns og er …
Kiðagil
KIÐAGIL Kiðagil er norðurmörk Sprengisands. Það er þröngt klettagil vestan Skjálfandafljóts, sem var frægur áningarstaður fólks, sem fór gömlu Spre…
Sögustaðir Norðurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja …
Sprengisandur
Sprengir er talinn vera suðvestan Fjórðungsvatns og vera staður, þar sem hestar sprungu á reiðinni, þegar fólk reið eins hratt og það gat til að komas…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )