Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Arnarstapi, Vatnsskarði

Arnarstapi er hóll rétt við þjóðveginn í austanverðu Vatnsskarði. Þaðan er útsýni gott yfir mestan hluta Skagafjarðar og skammt er í Víðimýrarsel og Víðimýri (kirkja).

Þórðarsaga Hreðu segir frá bardaga þeirra Þórðar og Eindríðar stýrimanns og liðsmanna  hans. Þórður drap sex þeirra og særði Eindríða til ólífis en lét græða sár hans.

Uppi á Arnarstapa er minnisvarði Kletta-fjallaskáldsins Stefáns G. Stefánssonar (1853-      1927), sem var gerður eftir fyrirsögn Ríkharðs Jónssonar úr hlöðnu grjóti og reistur 1953 á aldarafmæli Stephans G. Lágmyndirnar á honum sýna skáldið á mismunandi aldri. Reyndar má líta á hann sem minnisvarða um alla, sem urðu að yfirgefa landið á árunum 1870-1914 (alls 16.200 manns: sjá Hofsós / Vesturfarasetrið. Víðimýrarsel er austast á Vatnsskarði. Stephan G. átti þar heima í æsku. Hann fæddist á næsta bæ, Kirkjuhóli, sem er í eyði.

Kirkjuhóll. Stefán var aðeins tvítugur, þegar hann fluttist til Vesturheims. Hann nam land í Visconsin, síðan í Dakota og loks í Alberta nærri bænum Markerville, þar sem hann bjó til dauðadags. Þar kallaði alþýða manna hann „Klettafjallaskáldið”. Hann var talinn til beztu ljóðskálda þjóðarinnar. Hann aðhylltist raunsæis- og jafnaðarstefnu og var annálaður friðarsinni. Aðalrit hans, Andvökur, var gefið út í sex bindum (1909-1938; 1956-1958). Bréf hans og ritgerðir voru gefnar út í fjórum bindum (1938-1948).

Lítið eitt neðan við Arnarstapa eru rústir Brekkuhúsa, sem voru beitarhús frá Brekku. Þar hafðist stundum við fólk í húsamennsku og þar lézt Bólu-Hjálmar árið 1875. Þessar rúsir eru friðlýstar. Hannes Hafstein orti kvæðir „Af Vatnsskarði” eftir að hann hafði notið útsýnisins þaðan.

Myndasafn

Í grennd

Illdeilur og morð á miðöldum Norðurland
Illdeilur, aftökur og morð á Norðurlandi Arnarstapi Bjarg í Miðfirði Flugumýri Geldingaholt – Geldingaholtsbarda…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Varmahlíð, Skagafjörður
Þegar ekið er niður þjóðveg 1 til austurs um Stóra-Vatnsskarð er komið í Varmahlíð í hlíðum Reykjarhóls. Þar er upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn. Ja…
Víðimýrarkirkja
Víðimýrarkirkja (1834), sem er í eigu Þjóðminjasafns, er „einn stílhreinasti og fegursti minjagripur  gamallar byggingalistar, sem til er” að sögn Kr…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )