Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Víðimýrarkirkja

Víðimýrarkirkja (1834), sem er í eigu Þjóðminjasafns, er „einn stílhreinasti og fegursti minjagripur  gamallar byggingalistar, sem til er” að sögn Kristjáns Eldjárns heitins, fyrrum þjóðminjavarðar og forseta Íslands. Timbrið í kirkjunni er rekaviður af Skaga og torfið úr landi Víðimýrar. Innviðirnir eru að mestu upprunalegir en torfið hefur verið endurnýjað.

Sáluhliðið með kirkjuklukkunum er á upprunalegum stað. Í kirkjunni er að finna marga gamla muni úr eldri kirkjum, s.s. predikunarstólinn, sem er mjög gamall. Altaristaflan er dönsk frá árinu 1616.

Fyrrum sátu konur norðan megin og karlar sunnan megin í kirkjum landsins, hinir ríkustu innst og hinir fátækustu fremst.
Húsbændur að Víðimýri sátu inni við kór að norðanverðu.
Víðimýri kemur við sögu í Sturlungu, því að ein mesta höfðingjaætt landsins, Ásbirningar bjó þar (Kolbeinn Tumason ; Kolbeinn Arnórsson ungi).

Guðmundur biskup Arason þjónaði þar um tíma áður en hann varð biskup með stuðningi Kolbeins Tumasonar, sem síðar varð mesti andstæðingur hans og hrakti hann oft frá Hólum.

 

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á hringveginum
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan h…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Torfbæir og torfkirkjur
Nokkrir torfbæir á landinu Íslenski torfbærinn á sér sögu sem einstæð er í heiminum og er ekki rannsökuð til fulls. Torfbærinn er í raun þyrping húsa…
Varmahlíð, Skagafjörður
Þegar ekið er niður þjóðveg 1 til austurs um Stóra-Vatnsskarð er komið í Varmahlíð í hlíðum Reykjarhóls. Þar er upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn. Ja…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )