Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Brú á Jökuldal

Brú er efsti bær í Jökuldal og einhver landstærsta jörð landsins, rétt vestan Jökulsár á Brú. Þar var  bænhús til 1892, þegar kirkja var byggð, en hún var flutt að Eiríksstöðum 1912. Kláfferja var þar yfir Jöklu, þar til brúin var byggð 1953 og vegasamband komst á við Hrafnkelsdal.
Jeppavegir liggja vítt og breitt um hálendið frá Brú, m.a. vegur að Sænautavatni og upp á gamla þjóðveginn. Þá liggjur slóð beint áfram á Kverkfjallaveg. Syðri leiðin liggur um Laugarvalladal með Dimmugljúfrum og Hafrahvammagljúfrum að Hálslónsstíflu við Kárahnjúka og vestur um Brúaröræfi að Grágæsadal og brúnni á Kreppu.

Árið 1494 flúði allt fólkið pláguna og settist að í Dyngju í Arnardal í eitt ár og síðan næstu   tvö árin í Netseli við Ánavatn. Þáverandi bóndi, Þorsteinn jökull, var mikill ættstólpi. Veðurstöð var sett upp að Brú árið 1957.

 

Myndasafn

Í grend

Ánavatn
Ánavatn er 7 km langt stöðuvatn á Jökuldalsheiði. Það er 4,9 km², dýpst 24 m og í 522 m hæð yfir sjó. og fleiri lækir renna til þess, ...
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )