Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Brú á Jökuldal

Brú er efsti bær í Jökuldal og einhver landstærsta jörð landsins, rétt vestan Jökulsár á Brú. Þar var  bænhús til 1892, þegar kirkja var byggð, en hún var flutt að Eiríksstöðum 1912. Kláfferja var þar yfir Jöklu, þar til brúin var byggð 1953 og vegasamband komst á við Hrafnkelsdal.
Jeppavegir liggja vítt og breitt um hálendið frá Brú, m.a. vegur að Sænautavatni og upp á gamla þjóðveginn. Þá liggjur slóð beint áfram á Kverkfjallaveg. Syðri leiðin liggur um Laugarvalladal með Dimmugljúfrum og Hafrahvammagljúfrum að Hálslónsstíflu við Kárahnjúka og vestur um Brúaröræfi að Grágæsadal og brúnni á Kreppu.

Árið 1494 flúði allt fólkið pláguna og settist að í Dyngju í Arnardal í eitt ár og síðan næstu   tvö árin í Netseli við Ánavatn. Þáverandi bóndi, Þorsteinn jökull, var mikill ættstólpi. Veðurstöð var sett upp að Brú árið 1957.

 

Myndasafn

Í grennd

Ánavatn
Ánavatn er 7 km langt stöðuvatn á Jökuldalsheiði. Það er 4,9 km², dýpst 24 m og í 522 m hæð yfir sjó. og fleiri lækir renna til þess, en Þverá rennur…
Jökuldalur
Jökuldalshreppur nær yfir Jökuldal og Hrafnkelsdal auk heiðalandanna beggja vegna og er hinn  víðlendasti á Austurlandi. Jökuldalurinn er lengstur byg…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )