Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ánavatn

Ánavatn er 7 km langt stöðuvatn á Jökuldalsheiði. Það er 4,9 km², dýpst 24 m og í 522 m hæð yfir sjó. og fleiri lækir renna til þess, en Þverá rennur úr því til suðurs í Þverárvatn og þaðan áfram til Jökulsár, rétt við Brú.

Vatnið er u.þ.b. 5 km frá hringveginum og akfært er að því bæði að norðan og sunnan. Við suðurenda þess er Heiðarsel, sem fór í eyði 1946, síðasti bær í byggð á heiðinni. Veturhús eru eyðibýli austur af Ánavatni norðan til, við tjörn, sem dregur nafn af þeim og rennur lækurinn Göndull úr tjörninni í vatnið. Væn 2-8 punda bleikja er í vatninu.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 590 km og um 100 km frá Egilsstöðum.

 

 

Myndasafn

Í grennd

Jökulsá á Brú/Dal
Jökulsá á Brú eða Jökulsá á Dal en Jökla í munni flestra fyrir austan. Hún er lengst allra vatnsfalla á Austurlandi og mest þeirra. Hún er 150 km löng…
Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …
Vötn á Jökuldalsheiði
Jökuldalsheiði er víðast í nánd við 500 m yfir sjó og er u.þ.b. 60 km löng á milli Þríhyrningsfjallgarðar, Þjóðfells og Súlendna að vestan og hábrúna …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )