Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Jökulsá á Brú/Dal

Jökulsá á Brú eða Jökulsá á Dal en Jökla í munni flestra fyrir austan. Hún er lengst allra vatnsfalla á Austurlandi og mest þeirra. Hún er 150 km löng, vatnasviðið 2610 km² og meðalrennsli 152 m³/sek. Hún er gruggugasta á landsins og ber fram u.þ.b. 120 tonn af leir, sandi og möl á klukkustund. Hvergi er hún væð, nema hún sé kornlítil á vetrum. Hún á upptök sín undan og ofan af Brúarjökli úr mörgum stórum og smáum kvíslum auk Kringilsár, Gljúfrakvíslar og Sauðár að vestan.

Búast má við framhlaupi í Brúarjökli á 60-80 ára fresti. Skammt neðan ármóta Jöklu og Sauðár hefjast einhver hrikalegustu og dýpstu gljúfur landsins, Hafrahvammagljúfur og Dimmugljúfur undir Kárahnjúkum. Gljúfrin halda áframa niður allan Jökuldal og dýpka og víkka stöðugt vegna hins gífurlega framburðar (120 tonn á klst.). Úti við Héraðsflóa myndast stöðugt nýtt land, sem kallast Eyjar, sem urðu til þegar Jökla og Lagarfljót tengdust áður en að útfallinu kom.

Ósar ánna er mjög óstöðugir. Óteljandi þverár falla til Jöklu á leið hennar til sjávar og í flestum þeirra eru margir og fagrir fossar, s.s. í Jökuldalnum. Hermt er, að náttúrulegur steinbogi hafi verið yfir ána við Brú og þaðan sé annað nafn árinnar komið en hann mun hafa hrunið á 16. öld.

Árið 1564 var byggð brú yfir ána með gjafaefni frá þýzkum kaupmönnum og eftir það er talað um Brúarþing í Jökuldal um alllangt skeið. Hana tók af í hlaupi 1620 en hún var endurnýjuð og oft síðan. Steinsteypubrú var fyrst byggð 1931 og síðan 1995. Árið 1750 voru taldir þrír kláfar yfir Jöklu en næstum við hvern bæ um aldamótin 1900. E.t.v. fundu Jökuldælingar þá upp til að sigrast á tálmanum. Síðasti kálfurinn, sem var lagður niður árið 1972, var undan bænum Merki. Alls eru fimm brýr á ánni nú, hjá Fossvöllum, Hjarðarhaga, Merki, Hákonarstöðum, Brú og hin nýjasta neðst í dalnum. Banaslys urðu nokkur við notkun kláfanna.

Þegar hverflar Kárahnjúkavirkjunar fóru að snúast, var verulegu vatnsmagni (110 m³/sek) árinnar veitt til Lagarfljóts, þannig að Jökla varð ekki svipur hjá sjón og hinn mikli framburður hennar hvarf, því hann verður eftir í lóninu mikla handan risastíflunnar í gljúfrum hennar. Talið er, að lónið fyllist af framburði á fjórum öldum. Engum er ljóst, hvaða áhrif þessar breytingar kunna að hafa á umhverfinu uppi á hálendinu og við ósa árinnar. Margir bændur óttast, að þær verði verulegar við Héraðsflóa. Örn Þorleifsson, ferða- og nytjabóndi á Húsey, telur, að verulegur hluti lands umhverfis bæjarhólinn geti farið undir vatn.

Myndasafn

Í grennd

Jökuldalur
Jökuldalshreppur nær yfir Jökuldal og Hrafnkelsdal auk heiðalandanna beggja vegna og er hinn  víðlendasti á Austurlandi. Jökuldalurinn er lengstur byg…
Lengstu ár í km.
1. Þjórsá  2302. Jökulsá á Fjöllum  2063. Ölfusá/Hvíta  1854. Skjálfandafljót  1785. Jökulsá á Dal/Brú  1506. Lagarfljót …
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )