Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Jökuldalur

Jökuldalur

Jökuldalshreppur nær yfir Jökuldal og Hrafnkelsdal auk heiðalandanna beggja vegna og er hinn  víðlendasti á Austurlandi. Jökuldalurinn er lengstur byggðra dala landsins. Vegalengdin milli efsta bæjar, Brúar, og Fossvalla við brúna á þjóðvegi #1 er 80 km. Frá brú að eyðibýlinu Laugarvöllum í Brúardölum, sem eru efstu drög Jökuldalsins, er drjúgur spölur. Dalurinn er þröngur og undirlendi stækkar, er austar dregur. Jökulsá á Dal (Brú) rennur um dalinn, brún og þykk af framburði.

Nokkrar brýr hafa verið yfir þetta skaðræðisfljót allt frá söguöld og víða kláfar. Jökuldalur, einkum Efridalur, varð illa úti í Öskjugosinu 1875. Þjóðvegur #1 liggur um meginhluta dalsins og marga fagra fossa ber fyrir augu í honum austanverðum á leiðinni.

Landnáma segir, að Hákon, sem nam Jökuldal allan, hafi búið að Hákonarstöðum fyrir vestan Jökulsá og ofan Teigarár. Þar var Jökla brúuð 1908.

Myndasafn

Í grennd

Austurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Jökulsárlóni að Bakkafirði. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérstaklega getið neðan v…
Hnúksvatn
Hnúksvatn er í Jökuldalshreppi í N-Múlasýslu. Það er 0,72 km² og í 595 m hæð yfir sjó. Lítið sem ekkert  vatn rennur til þess ofanjarðar, en frárennsl…
Hrafnkelsdalur
Hrafnkelsdalur er 18 km langur, þar til hann skiptist í tvo dali, Glúmstaðadal og Þuríðarstaðadal, og  liggur suður úr Jökuldal frá Brú. Dalurinn er t…
Jökuldalsheiði
Jökuldalsheiði er víðast í nánd við 500 m yfir sjó og er u.þ.b. 60 km löng á milli Þríhyrningsfjallgarðar, Þjóðfells og Súlendna að vestan og hábrúna …
Matbrunnavötn
Matbrunnavötn eru í Jökuldalshreppi í N-Múlasýslu. Þau eru tvö og nokkur spölur á milli þeirra.   Samanlögð stærð þeirra er 1,22 km² og þau eru í 562 …
Sænautasel
Sænautasel var byggt á Jökuldalsheiði 1843. Bærinn var í byggð í eina öld. Árið 1861 voru 16 bæir í byggð heiðinni. Þeir eyddust að mestu í Öskjugosi…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …
Stuðlagil
Náttúruperlan Stuðlagil Á Jökuldal á Fljótsdalshéraði er að finna náttúruperlu sem lengi var líttþekkt. Hún kom ekki almennilega í ljós fyrr en eftir…
Tunguheiði Veiðivötn
Þau eru í Jökuldalshreppi í N.-Múlasýslu. Vötnin, sem hér verður getið, eru þrjú og svo lík, að þeim   þverður að mestu lýst í sameiningu. Stórhólmava…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )