Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Tunguheiði Veiðivötn

Þau eru í Jökuldalshreppi í N.-Múlasýslu. Vötnin, sem hér verður getið, eru þrjú og svo lík, að þeim   þverður að mestu lýst í sameiningu. Stórhólmavatn er syðst, 0,93 km² og í 522 m hæð yfir sjó. Langhólmavatn er 0,84 km² og í 492 m hæð yfir sjó. Geldingavatn er 1,03 km² og í 494 m hæð yfir sjó. Þau eru svo grunn, að þau gruggast í hvassviðri.

Stórhólma- og Langhólmavötn hafa afrennsli um Sauðá til Hofsár í Vopnafirði, en Geldingavatn um Geldingalæk til Tunguár. Akstursleið til vatnanna er léleg, en þó má skrönglast þangað á jeppa. Í Stórhólma- og Geldingavatni er helst bleikja, en ekki er vel kunnugt um fiskibúskap Langhólmavatns. Fjöldi stanga er ekki takmarkaður.

Vegalengdin frá Reykjavík um Norðurland er um 590 km og 70-75 km frá Egilsstöðum.

Myndasafn

Í grennd

Jökuldalsheiði
Jökuldalsheiði er víðast í nánd við 500 m yfir sjó og er u.þ.b. 60 km löng á milli Þríhyrningsfjallgarðar, Þjóðfells og Súlendna að vestan og hábrúna …
Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )