Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Matbrunnavötn

Matbrunnavötn eru í Jökuldalshreppi í N-Múlasýslu. Þau eru tvö og nokkur spölur á milli þeirra.   Samanlögð stærð þeirra er 1,22 km² og þau eru í 562 m hæð yfir sjó. Lækur rennur á milli þeirra og frá þeim kemur Fiskidalsá, sem heitir Reykjaá neðar og fellur í Jökulsá á Brú. Áður en akfær vegur var lagður að Brú á Jökuldal, var lagfærð braut yfir Jökuldalsheiði frá vegi yfir Möðrudalsfjallgarð, sem nú er hringvegurinn.

Þessi braut liggur með Sænautavatni og Ánavatni til Brúar. Frá henni er hægt að komast á jeppa til Matbrunnavatna. Nafnið gefur til kynna, að ekki hafi verið bjargarlaust við vötnin.

Í þeim er falleg bleikja. Fjöldi stanga er ekki takmarkaður. Netaveiði var stunduð í þeim en nú eru þau  nýtt. Vegalengdin frá Reykjavík um Norðurland er 583 km og rúmlega 100 km frá Egilsstöðum.

 

Myndasafn

Í grennd

Egilsstaðir og Fellabær
Egilsstaðir og Fellabær eru á Fljótsdalshéraði, en þar er eitthvert veðursælasta svæði landsins, minnir helzt á meginlandsloftslag. Egilsstaðahrepp…
Mývatn, Silungsveiði
Mývatn er 36,5 km². Það er í 277 m.y.s., mjög vogskorið og með rúmlega 40 eyjum og hólmum. Mesta náttúrulegt dýpi er 4,5 m og víða er mun grynnra. Mun…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …
Vötn á Jökuldalsheiði
Jökuldalsheiði er víðast í nánd við 500 m yfir sjó og er u.þ.b. 60 km löng á milli Þríhyrningsfjallgarðar, Þjóðfells og Súlendna að vestan og hábrúna …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )