Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Mývatn, Silungsveiði

Mývatn

Mývatn er 36,5 km². Það er í 277 m.y.s., mjög vogskorið og með rúmlega 40 eyjum og hólmum. Mesta náttúrulegt dýpi er 4,5 m og víða er mun grynnra. Mun dýpra er orðið, þar sem kísilþörungum hefur verið dælt úr vatninu. Silungsveiði er meiri í Mývatni en nokkru öðru vatni landsins og fiskarnir geta orðið allt að 20 pund.

Veiði er stunduð í net frá öllum bæjum við vatnið og á veturna er dorgað í gegnum ís. Ekkert vatn í heiminum er þekktara fyrir fuglalíf en Mývatn. Vatnið er á landssvæði, sem er í regnskugga Vatnajökuls, þannig að þar er tiltölulega þurrt og hlýtt á sumrin og úrkomulítið og kalt á veturna. Sáralítil stangaveiði er í vatninu.

Myndasafn

Í grennd

Gönguleiðir við Mývatn
Göngluleiðir eru margar og fjölbreyttar við Mývatn. Hér fylgja stuttar lýsingar á helzt leiðum, sem eru merktar. Upplýsingarnar hér eru byggðar á bækl…
Mývatn
Mývatn er fjórða stærsta stöðuvatn landsins. Í því er góð silungsveiði, sem bændur við vatnið stunda allt árið. Mývatn er heimsfrægt fyrir fjölbreytt …
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )