Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Mývatn

Mývatn er fjórða stærsta stöðuvatn landsins. Í því er góð silungsveiði, sem bændur við vatnið stunda allt árið. Mývatn er heimsfrægt fyrir fjölbreytt náttúrufar og fuglalíf en talið er að þar megi finna varpstöðvar fleiri andategunda en á nokkrum öðrum stað á jörðinni. Vatnið sjálft og svæðið umhverfis það er þekkt fyrir einstaka náttúrufegurð og sérstakar andstæður í landslagi. Jarðmyndanir eru mjög fjölbreytilegar og víðast hiti í jörðu, enda er svæðið innan hins virka eldgosabeltis og eru eldgos tíð, hið síðasta árið 1984. Þéttbýliskjarnar eru við Reykjahlíð og Skútustaði og þar er góð og fjölbreytt þjónusta við ferðamenn, hótel og önnur gistiaðstaða og velskipulögð og notaleg tjaldsvæði. Kísilgúrvinnsla var í nágrenni. Reykjahlíðar og gufuaflsvirkjanir eru við Kröflu í og í Bjarnarflagi.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 480 km í Reykjahlíð.

Eftir stofnun þjóðgarðsins Vatnajökuls hinn 7. júní 2008 var opnuð gestastofa við Mývatn.

Vængir:
Flugfélagið Vængir starfaði á árunum 1970 til 1979. Það stundaði áætlunar- og leiguflug aðallega til staða á vesturlandi (Búðardals, Stykkishólms, Rifs og Reykhóla), vestfjörðum (Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Hólmavíkur og Gjögurs) og á norðurlandi (Hvammstanga, Blönduóss, Siglufjarðar og Mývatns). Í flugflota Vængja voru flugvélar af ýmsum gerðum m.a. Beechcraft 18 og Piper PA-23 Apache. Vængir varð fyrsta flugfélagið hérlendis til að taka í notkun flugvél af gerðinni BN-2a Islander (1971) og fyrsta félagið hérlendis til að taka í notkun DHC-6 Twin Otter (1973).

Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja og ferðavefinn nat.is.

 

 

Myndasafn

Í grennd

Baldursheimur
Baldursheimur er syðsti bærinn í Mývatnssveit nú á dögum, en enn þá sést fyrir rúsum bæja, sem stóðu   sunnar í heiðinni. Árið 1860 fannst þar kuml…
Dimmuborgir
Dimmuborgir eru eitthvert vinsælasta og merkilegasta náttúruundrið við Mývatn. Mývetningar hafa gert  það að bústað Grýlu, leppalúða og jólasveinanna.…
Fremrinámur
Fremrinámur eru háhitasvæði í Ketildyngju austan Bláfjalls í Ódáðahrauni. Vegalengdin þangað frá   Reykjahlíð er u.þ.b. 25 km. Dyngjan hét öll Fremrin…
Gönguleiðir við Mývatn
Göngluleiðir eru margar og fjölbreyttar við Mývatn. Hér fylgja stuttar lýsingar á helzt leiðum, sem eru merktar. Upplýsingarnar hér eru byggðar á bækl…
Grísatungufjöll
Grísatungufjöll (736m) er fjallgarður í Suður-Þingeyjarsýslu, norðan vegarins um Reykjaheiði og   Höskuldsvatns. Þrír atgeirar fundust þar í gili hau…
Jarðbaðshólar
JARÐBAÐSHÓLAR Jarðbaðshólar eru fornir gígar rétt sunnan við þjóðveg #1, milli Námaskarðs og Reykjahlíðarþorps. Gígaröðin, sem myndaðist í Mývatnse…
Kirkjur á hringveginum
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan h…
Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …
Krafla
Nafnið á fjallinu, sem heitir Krafla, hefur teygzt út yfir háhitasvæðið suðvestan þess eftir tilkomu  virkjunarinnar frá 1974. Leirhnjúkur er á syðsta…
Kúluskítur
Kúluskítur er grænn, loðinn og hnöttóttur grænþörungur, sem lifir á þriggja metra dýpi í Mývatni.  stafar af því að þessi gróður kemur oft í net bænda…
Mývatn, Silungsveiði
Mývatn er 36,5 km². Það er í 277 m.y.s., mjög vogskorið og með rúmlega 40 eyjum og hólmum. Mesta náttúrulegt dýpi er 4,5 m og víða er mun grynnra. Mun…
Mývatnsöræfi
Mývatnsöræfi. Vesturmörkin eru Mývatnssveit, austurmörkin Jökulsá á Fjöllum, suður- og vesturmörkin eru Ódáðahraun og norðurmörkin heiðar Kelduhverfis…
Norðurland, ferðast og fræðast
Norðurland Vestra Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hrútafirði til Siglufjarðar. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérst…
Ódáðahraun
Ódáðahraun er stærsta samfellda hraunbreiða landsins. Mörk þess eru Vatnajökull og Vonarskarð að     sunnan, Skjálfandafljót að vestan, Jökulsá á Fjöl…
Söguferð á eigin vegum
Á eigin vegum  Söguferð á eigin vegum um HRINGVEGINN á 7 dögum (eða þar um bil) Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk …
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Tjaldstæðið Hlíð Myvatn
Mývatn er heimsfrægt fyrir fjölbreytt náttúrufar og fuglalíf en talið er að þar megi finna varpstöðvar fleiri andategunda en á nokkrum öðrum stað á jö…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …
Vogafjós Gistihús Mývatn
Árið 1999 var nýtt fjós byggt og eru nú um 40 kýr og nautgripir í fjósinu. Kaffihúsið Vogafjós var svo byggt innan við fjósið en þá fengust þar ljúffe…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )