Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fremrinámur

Fremrinámur eru háhitasvæði í Ketildyngju austan Bláfjalls í Ódáðahrauni. Vegalengdin þangað frá  fremrinamur Reykjahlíð er u.þ.b. 25 km. Dyngjan hét öll Fremrinámur en Þorvaldur Thoroddsen breytti því. Þarna var unninn brennisteinn um árabil, þótt það tæki hátt á fimmta dag, báðar leiðir, að koma honum til Húsavíkur.

Þarna liggur brennisteinninn í tiltölulega þykkur lögum og er hreinni en hann er víðast í öðrum námum í sýslunni. Meginhluti brennisteinsnámsins fór fram rétt austan við gíginn Ketil og í honum sjálfum. Allar brennisteinsnámur í Suður-Þingeyjarsýslu eru nú í ríkiseign. Aðalástæður brennisteinsnáms á Íslandi var þörf Danakonunga fyrir brennistein í byssupúður, því að þeir stóðu í hernaði við Svía o.fl.

Myndasafn

Í grend

Mývatn, Silungsveiði
Mývatn er 36,5 km². Það er í 277 m.y.s., mjög vogskorið og með rúmlega 40 eyjum og hólmum. Mesta náttúrulegt dýpi er 4,5 m og víða er mun grynnra. Mun…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar. Álftavatn Arnardalur Arnarfell…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )