Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fremrinámur

Mývatn Námaskarð

Fremrinámur eru háhitasvæði í Ketildyngju austan Bláfjalls í Ódáðahrauni. Vegalengdin þangað frá  fremrinamur Reykjahlíð er u.þ.b. 25 km. Dyngjan hét öll Fremrinámur en Þorvaldur Thoroddsen breytti því. Þarna var unninn brennisteinn um árabil, þótt það tæki hátt á fimmta dag, báðar leiðir, að koma honum til Húsavíkur.

Þarna liggur brennisteinninn í tiltölulega þykkur lögum og er hreinni en hann er víðast í öðrum námum í sýslunni. Meginhluti brennisteinsnámsins fór fram rétt austan við gíginn Ketil og í honum sjálfum. Allar brennisteinsnámur í Suður-Þingeyjarsýslu eru nú í ríkiseign. Aðalástæður brennisteinsnáms á Íslandi var þörf Danakonunga fyrir brennistein í byssupúður, því að þeir stóðu í hernaði við Svía o.fl.

Myndasafn

Í grennd

Mývatn, Silungsveiði
Mývatn er 36,5 km². Það er í 277 m.y.s., mjög vogskorið og með rúmlega 40 eyjum og hólmum. Mesta náttúrulegt dýpi er 4,5 m og víða er mun grynnra. Mun…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )