Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hrossaborg

Hrossaborg

Hrossaborg er annar tveggja þekktra, samkynja gjóskugíga á Norðausturlandi. Hinn er Hverfjall í   Mývatnssveit. Báðir eru myndaðir í tengslum við þeytigos í vatni eða við miklar grunnvatnsbirgðir. Hrossaborg er eldri, u.þ.b. 10.000 ára, en Hverfjall 2500 ára.

Mývetningar beittu hrossum sínum gjarnan á þessu svæði og notuðu gíginn sem aðhald fyrir þau á meðan leitum var haldið áfram. Að þeim loknum var allt stóðið rekið niður í Mývatnssveit. Vegur liggur alla leið inn í gíginn, sem lítur út eins og stórt hringleikahús, þegar inn er komið. Leiðin inn í Herðubreiðarlindir liggur steinsnar austan Hrossaborgar.

Þeim, sem vilja kynna sér þessar slóðir betur, skal bent á sögurnar um Fjalla-Bensa og bækurnar um Ódáðahraun eftir Ólaf Jónsson. Ennfremur nánari umfjöllun á hálendissíðum þessa vefseturs.

Myndasafn

Í grennd

Herðubreið og Herðubreiðarlindir
Austan Dyngjufjalla í Ódáðahrauni rís rofinn fjallgarður, syðst Herðubreiðartögl, svo Herðubreið og norðan hennar Herðubreiðarfjöll með tindinum Egger…
Mývatn
Mývatn er fjórða stærsta stöðuvatn landsins. Í því er góð silungsveiði, sem bændur við vatnið stunda allt árið. Mývatn er heimsfrægt fyrir fjölbreytt …
Mývatn, Silungsveiði
Mývatn er 36,5 km². Það er í 277 m.y.s., mjög vogskorið og með rúmlega 40 eyjum og hólmum. Mesta náttúrulegt dýpi er 4,5 m og víða er mun grynnra. Mun…
Ódáðahraun
Ódáðahraun er stærsta samfellda hraunbreiða landsins. Mörk þess eru Vatnajökull og Vonarskarð að     sunnan, Skjálfandafljót að vestan, Jökulsá á Fjöl…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )