Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Jarðbaðshólar

myvatn

JARÐBAÐSHÓLAR

Jarðbaðshólar eru fornir gígar rétt sunnan við þjóðveg #1, milli Námaskarðs og Reykjahlíðarþorps. Gígaröðin, sem myndaðist í Mývatnseldum hinum fyrri 1725, nær vestan í þá. Hraunin, sem runnu milli Reykjahlíðar og Geiteyjarstrandar eru talin hafa runnið þaðan. Jarðhitinn á þessu svæði er talsverður enn þá og gufur leggur víða upp í gegnum sprungur í gígunum og hraununum.

Þarna var byggður kofi yfir gufuútstreymi á sprungu, síðast árið 1950, þar sem fólk fór í gufubað og nafnið á hólunum er dregið af. Þessa þurrabaðs, eins og það var nefnt, er fyrst getið í heimildum frá Gísla biskupi Oddssonar í Skálholti frá 1638. Hann mælir eindregið með þessu gufubaði og segir það mikla heilsubót (Undur Íslands). Sagt er, að Guðmundur biskup góði hafi vígt baðið og heilnæmast sé að baða sig þar frá Jónsmessu til Þingmaríumessu (24. júní til 2. júlí). Þetta olli mikilli aðsókn á þessu tímabili, líkt og á pílagrímastöðum. Allt fram á okkar daga hefur fólk, sem þjáist af gigt, mælt með böðum í Jarðbaðshólum.

Baðfélag Mývatnssveitar átti þarna skiptiklefa og gufuklefa og útisturtu þar á milli þar til framkvæmdir við framtíðaraðstöðu hófust haustið 2003 og lauk að mestu í júní 2004. Jarðböðin við Mývatn voru opnuð við hátíðlega athöfn 1. júlí 2004.

Jarðböðin og umhverfi þeirra eru einstök upplifun fyrir alla ferðamenn og þar er einnig frábær veitingaaðstaða í opnu og björtu rými.

Jarðböðin eru opin allt árið:

Myndasafn

Í grennd

Höfði við Myvatn
Höfði er hæðóttur hrauntangi, sem gengur út í Höfði við Myvatn að austanverðu. Hann hét upphaflega  Hafurshöfði. Héðinn Valdimarsson, verkalýðsfork…
Mývatn
Mývatn er fjórða stærsta stöðuvatn landsins. Í því er góð silungsveiði, sem bændur við vatnið stunda allt árið. Mývatn er heimsfrægt fyrir fjölbreytt …
Námaskarð
Þjóðvegurinn milli Mývatns og Austurlands liggur um Námaskarð (410m) rétt austan Bjarnarflags milli   Dalfjalls og Námafjalls. Námafjall, sunnan skarð…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )