Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Höfði við Myvatn

Höfði er hæðóttur hrauntangi, sem gengur út í Höfði við Myvatn að austanverðu. Hann hét upphaflega  Hafurshöfði.

Héðinn Valdimarsson, verkalýðsforkólfur og forstjóri, byggði sumarbústað yzt á höfðanum. Þar gróðursetti fjölskyldan mikið af trjám og skrautjurtum. Hreppurinn fékk síðar Höfða að gjöf, en afkomendur Héðins hafa leyfi til búsetu þar.

Frá hæstu leitum höfðans er útsýni frábært yfir Mývatnssvæðið og einkum sækir fólk niður að Kálfastrandarvogi, einhverjum fegursta stað við Mývatn, til að skoða sérstakar hraunmyndanir í vatninu, Kálfastrandarstrípana eða öðru nafni Klasana. Fyrstur til að byggja bæ í Höfða var hagleikssmiðurinn Bárður Sigurðsson (1912) og enn þá stendur nokkuð af frábærlega vel hlöðnum veggjum hans.
Á sumrin þarf að greiða aðgangseyri.

Myndasafn

Í grennd

Gönguleiðir við Mývatn
Göngluleiðir eru margar og fjölbreyttar við Mývatn. Hér fylgja stuttar lýsingar á helzt leiðum, sem eru merktar. Upplýsingarnar hér eru byggðar á bækl…
Jarðbaðshólar
JARÐBAÐSHÓLAR Jarðbaðshólar eru fornir gígar rétt sunnan við þjóðveg #1, milli Námaskarðs og Reykjahlíðarþorps. Gígaröðin, sem myndaðist í Mývatnse…
Mývatn
Mývatn er fjórða stærsta stöðuvatn landsins. Í því er góð silungsveiði, sem bændur við vatnið stunda allt árið. Mývatn er heimsfrægt fyrir fjölbreytt …
Mývatn, Silungsveiði
Mývatn er 36,5 km². Það er í 277 m.y.s., mjög vogskorið og með rúmlega 40 eyjum og hólmum. Mesta náttúrulegt dýpi er 4,5 m og víða er mun grynnra. Mun…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )