Þjóðvegurinn milli Mývatns og Austurlands liggur um Námaskarð (410m) rétt austan Bjarnarflags milli Dalfjalls og Námafjalls. Námafjall, sunnan skarðsins, er sundursoðið af brennisteins- og leirhverum og er er ótrúlega litauðugt. Austan þess er einhver fjölsóttasti ferðamannastaður landsins, Hverarönd. Brennisteinn var unninn í Hlíðarnámum og fluttur út. Reykjahlíðarbræður eru sagðir hafa orðið vellríkir af sölu brennisteins í kringum siðaskiptin. Danakonungur eignaðist námurnar árið 1563. Þær voru notaðar af og til síðan, allt fram á miðja 19. öld. Verksmiðja til að vinna brennistein var reist í Bjarnarflagi árið 1939 og starfaði aðeins í fá ár.
( brennistein var notaður í byssupúður,)
Brennusteins-námur eru líka á Reykjanesi
Nautadalur liggur til norðurs frá Námaskarði. Þar var uppblástur orðinn nærgöngull og fletti gróðri úr honum á u.þ.b. eins kílómetra kafla. Árið 1990 var hafizt handa við uppgræðslu með melgresi áburði, birki og loðvíði. Eins og víða tíðkast nú, voru notaðar ónýtar heyrúllur og trévörubretti við landbæturnar með góðum árangri. Landgræðslan hefur notið liðstyrks starfsmanna Kröfluvirkjunar við þetta starf.