Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Námaskarð

Námaskarð

Þjóðvegurinn milli Mývatns og Austurlands liggur um Námaskarð (410m) rétt austan Bjarnarflags milli   Dalfjalls og Námafjalls. Námafjall, sunnan skarðsins, er sundursoðið af brennisteins- og leirhverum og er er ótrúlega litauðugt. Austan þess er einhver fjölsóttasti ferðamannastaður landsins, Hverarönd. Brennisteinn var unninn í Hlíðarnámum og fluttur út. Reykjahlíðarbræður eru sagðir hafa orðið vellríkir af sölu brennisteins í kringum siðaskiptin. Danakonungur eignaðist námurnar árið 1563. Þær voru notaðar af og til síðan, allt fram á miðja 19. öld. Verksmiðja til að vinna brennistein var reist í Bjarnarflagi árið 1939 og starfaði aðeins í fá ár.

Nautadalur liggur til norðurs frá Námaskarði. Þar var uppblástur orðinn nærgöngull og fletti gróðri úr honum á u.þ.b. eins kílómetra kafla. Árið 1990 var hafizt handa við uppgræðslu með melgresi áburði, birki og loðvíði. Eins og víða tíðkast nú, voru notaðar ónýtar heyrúllur og trévörubretti við landbæturnar með góðum árangri. Landgræðslan hefur notið liðstyrks starfsmanna Kröfluvirkjunar við þetta starf.

Myndasafn

Í grennd

Mývatn
Mývatn er fjórða stærsta stöðuvatn landsins. Í því er góð silungsveiði, sem bændur við vatnið stunda allt árið. Mývatn er heimsfrægt fyrir fjölbreytt …
Sögustaðir á Íslandi
Helstu sögustaðir landsins Hér eru helstu sögustaðir landsins í stafrósröð og einnig eftir landshlutum ef valinn er landshluti hér að neðan. Erum stö…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )