Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Valþjófsstadir

valthofskirkja

Þetta forna höfuðból og kirkjustaður frá a.m.k. 14. öld er í Fljótsdal. Staðarkirkjan var Maríukirkja að  en varð aðalkirkja 1306, sem áður var að Bessastöðum. Núverandi kirkja er steinsteypt með forkirkju, sönglofti og turni og sæti fyrir 95 manns. Teikningar hennar eru frá Húsameistara ríkisins og hún var vígð 1966. Í henni eru kaleikur, patína og oblátuöskjur frá 18. öld, gerðir af Sigurði Þorsteinssyni gullsmið. Dönsk altaristafla, sem sýnir ummyndunina á fjallinu, prýðir kirkjuna. Skírnarsáir eru tveir, annar nýlegur, erlendur og hinn frá miðri 18. öld. Innri útihurðin er eftirlíking Valþjófsstaðarhurðarinnar frægu, sem er varðveitt í Þjóðminjasafni.

Eftirmyndina skar Halldór Sigurðsson frá Miðhúsum. Brottfluttir Fljótsdælingar gáfu kirkjunni hana á vígsludaginn. Þessi gamla Valþjófsstaðahurð mun vera frá 13. öld, fyrst skálahurð í bústað höfðingja og síðar í stafkirkju Valþjófsstaðar, sem stóð um aldir, allt fram yfir siðaskipti. Hún er 206,5 sm á hæð og sett saman úr þremur borðum með nót og fjöður. Á framhlið hennar eru tveir kringlóttir reitir með útskurði (97 sm í þvermál hvor). Milli reitanna er stór járnhringur með greyptri silfurskreytingu. Margir mætir menn hafa lokið upp einum munni um útskurðinn og talið hann einhvert stílhreinasta, rómanska verk á Norðurlöndum.

Myndasafn

Í grennd

Egilsstaðir og Fellabær
Egilsstaðir og Fellabær eru á Fljótsdalshéraði, en þar er eitthvert veðursælasta svæði landsins, minnir helzt á meginlandsloftslag. Egilsstaðahrepp…
Kirkjur á Austurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Ás í Fellum Áskirkja Bakkagerðiskirkja Bænhúsið á Núpsstað Berufjarðarkirkja …
Skriðuklaustur
Þetta fornfræga stórbýli er næsti bær við kirkjustaðinn og prestsetrið Valþjófsstað. Bærinn hét upprunalega Skriða, en það breyttist, þegar Stefán Jón…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )