Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Skriðuklaustur

Skriduklaustur

Þetta fornfræga stórbýli er næsti bær við kirkjustaðinn og prestsetrið Valþjófsstað. Bærinn hét upprunalega Skriða, en það breyttist, þegar Stefán Jónsson, Skálholtsbiskup, stofnaði þar yngsta klaustur landsins árið 1493. Það var eina klaustrið á Austurlandi og næstu klaustur voru að Munkaþverá í Eyjafirði og Kirkjubæjarklaustur á Síðu. Kirkja klaustursins var vígð 23. ágúst 1496 og þá voru þrjár kirkjur á þremur nágrannajörðum í Fljótsdal (Bessastaðakirkja elzt).

Siðaskiptin urðu 48 árum síðar í Skálholtsbiskupsdæmi. Klaustrið var lagt niður 1552, en engu að síður hafði því áskotnast miklar eignir, sem runnu til Danakonungs. Þessar eignir urðu að sérstöku léni, Skriðuklaustursléni, þar sem sátu ýmsir ríkismenn, m.a. nokkrir sýslumenn. Páll Ólafsson, skáld, var einn hinna síðustu til að gegna því starfi. Heimaprestar voru haldnir um tíma við kirkjuna, en hún var loks lögð niður árið 1792. Síðan hefur sóknarkirkjan verið á Valþjófsstað. Enn þá sér fyrir kirkjustæði og kirkjugarði að Skriðuklaustri og meðal þeirra, sem þar liggur grafinn er Jón hrak, sem Stephan G. Stephansson orti svo fagurlega um. Hans Wium (1715-1788), sýslumaður, sat þar og dauðadæmd stúlka kenndi honum barn (Sunnevumál). Hann missti embættið um tíma en var síðar sýknaður. Hans var einn þeirra, sem lögðu til að danska stjórnin flytti hreindýr til landsins.

Gunnar Gunnarsson (1889-1975) settist að á Skriðuklaustri árið 1939 og bjó þar um tíma. Hann vildi staðurinn bæri sitt forna nafn en varð ekki ágengt. Hann lét reisa húsið, sem þar stendur árið 1939 og þýzki arkitektinn Fritz Höger teiknaði. Það er 315 m² að flatarmáli, tvær hæðir og ris, alls yfir 30 herbergi. Árið 1967 var annað íbúðarhús byggt á jörðinni og það skírt Skriða.

Gunnar flutti til Reykjavíkur 1948 og ánafnaði ríkissjóði jörðina með því skilyrði m.a., að nýting hennar yrði til menningarauka („Jarðeign þessi skal vera ævarandi eign íslenzka ríkisins. Hún skal hagnýtt á þann hátt, að til menningarauka horfi, t.d. að rekin sé þar tilraunastarfsemi í landbúnaði, byggðasafn, bókasafn, skjalasafn, listasafn, skóli, sjúkrahús, hressingarhæli, barnahæli eða elliheimili.“). Tilraunabú í sauðfjár- og jarðrækt var rekið þar frá 1949 a vegum RALA, unz landbúnaðarráðuneytið gerði allan sauðfjárkvóta jarðarinnar upptækan árið 1990.

Stofnun Gunnars Gunnarssonar var komið á laggirnar með reglum menntamálaráðherra 1997 og hann tók við umsjón og yfirráðum á staðnum 1999. Þar er nú rekið menningar- og fræðasetur með gestaíbúð fyrir lista- og fræðimenn, veitingastofu og margháttuðum menningarviðburðum árið um kring.

Fjarlægðin frá Skriðuklaustri til strandar við Héraðsflóa er 80 km í loftlínu og bærinn liggur aðeins 50 m.y.s.

Gestastofa
Skriðuklaustur
701 Egilsstaðir
Sími: 470 0840
Fax: 470 0849
snaefellsstofa@vjp.is

Myndasafn

Í grennd

Egilsstaðir og Fellabær
Egilsstaðir og Fellabær eru á Fljótsdalshéraði, en þar er eitthvert veðursælasta svæði landsins, minnir helzt á meginlandsloftslag. Egilsstaðahrepp…
Gestastofur Vatnajökulsþjóðgarða
Gestastofur Vatnajökulsþjóðgarðs eru fimm talsins og eru staðsettar í kringum þjóðgarðinn. Í gestastofunum er hægt að nálgast allar upplýsingar um þjó…
Hengifossá, Hengifoss
Áin á upptök sín í Hengifossárvatni á Fljótsdalsheiði. Hún fellur í Lagarfljót innanvert. Tveir aðalfossar prýða ána, hinn annar hæsti á landinu, Heng…
Kirkjur á Austurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Ás í Fellum Áskirkja Bakkagerðiskirkja Bænhúsið á Núpsstað Berufjarðarkirkja …
Klaustur á Íslandi
Heimildir um einsetulifnað á Íslandi fyrir kristnitökuna árið 1000 og áður en klaustur voru stofnuð, eru til. Meðal þeirra er frásögn af Ásólfi Konáls…
Lagarfljót og Lagarfljótsvirkjun
Lagarfljót er u.þ.b. 140 km langt frá efstu upptökum í Norðurdal, en þar heitir áin Jökulsá í Fljótsdal. Það er annað mesta vatnsfall Austurlands á ef…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …
Valþjófsstadir
Þetta forna höfuðból og kirkjustaður frá a.m.k. 14. öld er í Fljótsdal. Staðarkirkjan var Maríukirkja að  en varð aðalkirkja 1306, sem áður var að Be…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )