Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hengifossá

Hengifoss

Áin á upptök sín í Hengifossárvatni á Fljótsdalsheiði. Hún fellur í Lagarfljót innanvert. Tveir aðalfossar prýða ána, hinn annar hæsti á landinu, Hengifoss, 128,5 m hár og Litlanesfoss, sem er aðeins neðar í ánni. Hann er meðal fegurstu fossa landsins, einkum vegna stuðlabergsmyndana. Berglögin í umhverfi Hengifoss eru athyglisverð vegna þunnra, rauðra leirlaga á milli blágrýtislaganna.

Þar er líka hægt að finna steinrunna stofna kulvísra barrtrjáa og surtarbrand, sem vísar til hlýrra loftslags á seinni hluta tertíer. Það er hægt að ganga á bak við Hengifoss, þegar lítið er í ánni og skoða hellisskúta þar. Gangan upp að fossunum er tiltölulega létt, þótt hún sé á fótinn og vel þess virði að leggja hana á sig.

Myndasafn

Í grend

Hæstu fossar í metrum
Hæstu fossar Íslands mældir í metrum.Glymur  190Hengifoss  128Háifoss  122Seljalandsfoss  65Skógafoss  62Dettifoss  44Gullfoss  32Hrauneyjafoss 29Hafr…
Skriðuklaustur
Þetta fornfræga stórbýli er næsti bær við kirkjustaðinn og prestsetrið Valþjófsstað. Bærinn hét upprunalega Skriða, en það breyttist, þegar Stefán Jón…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )