Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kárahnjúkar

Kárahnjúkar

Kárahnjúkar

Kárahnjúkar eru móbergsfjöll austan Jökulsár á Dal á móti Hafrahvamma-gljúfrum og Glámshvömmum. Ytri hnjúkurinn er hærri, 835 m.y.s. Megingljúfur Hafrahvamma er 5 km langt, en milli Desjaár og Tröllagils eru u.þ.b. 10 km. Dýpsti hlutinn, milli Glámshvamma og Hafrahvamma, er u.þ.b 200 m djúpur og er kallaður Dimmugljúfur. Þar er gljúfrið mjög hrikalegt og þröngt, vafalaust eitthvert hið stórbrotnasta á landinu.

Virkjun Jökulsár á Brú vegna álvers Alcoa við Reyðarfjörð hófst 2003 og Fljótsdalsvirkjunin var gangsett hinn 30. nóvember 2007. Afköst hennar eru 690 Mw, talsvert meiri en upprunalega var ætlað.

Jökulsá á Dal er stífluð við Fremri Kárahnjúk og er þar jafnframt langstærsta stífla Kárahnjúkavirkjunar sem nefnist Kárahnjúkastífla. Stíflan er 700 m löng og 198 m há grjótstífla með steyptri þéttikápu á vatnshliðinni. Kárahnjúkastífla er meðal hinna stærstu í heimi af þessari gerð og hæsta grjótstífla í Evrópu með steyptri þéttikápu.

Desjárstífla er austan við Kárahnjúkastíflu og Sauðárdalsstífla er í dalverpi að vestanverðu. Þessar hliðarstíflur eru grjót- og malarstíflur með þéttikjarna úr jökulruðningi. Saman mynda stíflurnar þrjár Hálslón sem er 57 km² að stærð. Vatnshæðin er 625 m.y.s. við fullt lón.

Í flestum árum fyllist Hálslón síðsumars. Þegar lónið er fullt er vatni veitt um yfirfall og steypist í um 90 m háum fossi niður í Hafrahvammagljúfur.

Um þessar slóðir liggur jeppaslóð frá Brú á Jökuldal, sem aka má áfram inn á Brúaröræfi og út á Kverkfjallaslóðina nærri eystri brúnni inn í Kverkfjallarana eða talsvert norðar við Arnardal. Einnig liggur jeppavegur upp úr Hrafnkelsdal að Snæfelli og inn á Vesturöræfi.

Tveir vegir með bundnu slitlagi, færir öllum bílum, liggja upp úr Fljótsdal að stíflunum, þannig að hægt er að aka hringleið. Vatnssöfnun í Hálslón hófst 28. sept. 2006 og brúin yfir gljúfrið er þegar komin í kaf. Ný leið opnast  sumarið 2007, þegar vegur var tilbúinn á stíflumannvirkjunum.

Alls urðu rúmlega 1700 vinnuslys við virkjunarframkvæmdir frá árinu 2002 til 2009. Á annað hundrað voru enn þá óvinnufærir árið 2010. Flestir hinna slösuðu, 86%, störfuðu hjá verktakafyrirtækinu Impregilo. Tæplega 20% hinna slösuðu voru meðal yngstu starfmannanna. Flestir, 37%, voru á aldrinum 30 til 39 ára, 27% á aldrinum 40 til 49 ára. Tíu urðu fyrir óbætanlegu líkamstjóni, 122 beinbrotnuðu, 49 urðu fyrir eitrun og 35 brenndust, en 4 létu lífið.

Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og lengi lágu ferðalög niðri, eða allt fram á 18.öld. Nú á dögum er ferðast um hálendið allt árið. Vegakerfið er víða orðið fært öllum tegundum farartækja á sumrin, einkum fyrir tilstuðlan Landsvirkjunar.

Maps

Myndasafn

Í grennd

Brúardalir
Brúardalir eru á Brúaröræfum inn af Brú, efsta bæ á Jökuldal. Þessir dalir eru Laugarvalladalur, Sauðárdalur, framhald hans, Vesturdalur og Fagridalur…
Egilsstaðir og Fellabær
Egilsstaðir og Fellabær eru á Fljótsdalshéraði, en þar er eitthvert veðursælasta svæði landsins, minnir helzt á meginlandsloftslag. Egilsstaðahrepp…
Eyjabakkar
Eyjabakkar eru mýrlent landsvæði upp af Fljótsdal framan við jökulsporð Eyjabakkajökuls. Þar er   talið að u.þ.b. 7000 pör heiðagæsa verpi ár hvert. L…
Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að …
Gönguleið Snæfell – Lónsöræfi
Vegalengdir: Snæfell - Geithellnar um Geithellnadal = u.þ.b. 100 km; Snæfell - Þórisdalur um     Kjarrdalsheiði= u.þ.b. 80 km. Gönguleiðin frá Snæf…
Kárahnjúkavirkjun
Kárahnjúkavirkjun er vatnsaflsvirkjun á hálendi Íslands norðan Vatnajökuls og er langstærsta virkjun  Íslands með 690 MW afl. Kárahnjúkavirkjun virkja…
Landsvirkjun Ferðast og fræðast
Landsvirkjun ferðamennska og ferðaþjónusta. Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og leng…
Reyðarfjörður
Búðareyri er kauptún innst við norðanverðan Reyðarfjörð og nefnist nú einfaldlega Reyðarfjörður. Frá náttúrunnar hendi eru mjög góð hafnarskilyrði við…
Snæfell
Snæfell er hæsta staka fjall landsins, 1833 m yfir sjó. Það sést víða að og útsýnið af tindi þess er geysivítt á góðum degi. Það er nokkuð keilulaga, …
Stuðlagil
Náttúruperlan Stuðlagil Á Jökuldal á Fljótsdalshéraði er að finna náttúruperlu sem lengi var líttþekkt. Hún kom ekki almennilega í ljós fyrr en eftir…
Virkjanir á Íslandi, ferðast og fræðast
Listi yfir raforkustöðvar í stafrófsröð Bjarnarflag Blævardalsárvirkjun Blönduvirkjun Búðarhálsstöð Búrfellsvirkjun …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )