Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kárahnjúkar

Kárahnjúkar

Kárahnjúkar eru móbergsfjöll austan Jökulsár á Dal á móti Hafrahvamma-gljúfrum og Glámshvömmum. Ytri hnjúkurinn er hærri, 835 m.y.s. Megingljúfur Hafrahvamma er 5 km langt, en milli Desjaár og Tröllagils eru u.þ.b. 10 km. Dýpsti hlutinn, milli Glámshvamma og Hafrahvamma, er u.þ.b 200 m djúpur og er kallaður Dimmugljúfur. Þar er gljúfrið mjög hrikalegt og þröngt, vafalaust eitthvert hið stórbrotnasta á landinu.

Virkjun Jökulsár á Brú vegna álvers Alcoa við Reyðarfjörð hófst 2003 og Fljótsdalsvirkjunin var gangsett hinn 30. nóvember 2007. Afköst hennar eru 690 Mw, talsvert meiri en upprunalega var ætlað.

Jökulsá á Dal er stífluð við Fremri Kárahnjúk og er þar jafnframt langstærsta stífla Kárahnjúkavirkjunar sem nefnist Kárahnjúkastífla. Stíflan er 700 m löng og 198 m há grjótstífla með steyptri þéttikápu á vatnshliðinni. Kárahnjúkastífla er meðal hinna stærstu í heimi af þessari gerð og hæsta grjótstífla í Evrópu með steyptri þéttikápu.

Desjárstífla er austan við Kárahnjúkastíflu og Sauðárdalsstífla er í dalverpi að vestanverðu. Þessar hliðarstíflur eru grjót- og malarstíflur með þéttikjarna úr jökulruðningi. Saman mynda stíflurnar þrjár Hálslón sem er 57 km² að stærð. Vatnshæðin er 625 m.y.s. við fullt lón.

Í flestum árum fyllist Hálslón síðsumars. Þegar lónið er fullt er vatni veitt um yfirfall og steypist í um 90 m háum fossi niður í Hafrahvammagljúfur.

Um þessar slóðir liggur jeppaslóð frá Brú á Jökuldal, sem aka má áfram inn á Brúaröræfi og út á Kverkfjallaslóðina nærri eystri brúnni inn í Kverkfjallarana eða talsvert norðar við Arnardal. Einnig liggur jeppavegur upp úr Hrafnkelsdal að Snæfelli og inn á Vesturöræfi.

Tveir vegir með bundnu slitlagi, færir öllum bílum, liggja upp úr Fljótsdal að stíflunum, þannig að hægt er að aka hringleið. Vatnssöfnun í Hálslón hófst 28. sept. 2006 og brúin yfir gljúfrið er þegar komin í kaf. Ný leið opnast ekki fyrr en sumarið 2007, þegar vegur verður tilbúinn á stíflumannvirkjunum.

Alls urðu rúmlega 1700 vinnuslys við virkjunarframkvæmdir frá árinu 2002 til 2009. Á annað hundrað voru enn þá óvinnufærir árið 2010. Flestir hinna slösuðu, 86%, störfuðu hjá verktakafyrirtækinu Impregilo. Tæplega 20% hinna slösuðu voru meðal yngstu starfmannanna. Flestir, 37%, voru á aldrinum 30 til 39 ára, 27% á aldrinum 40 til 49 ára. Tíu urðu fyrir óbætanlegu líkamstjóni, 122 beinbrotnuðu, 49 urðu fyrir eitrun og 35 brenndust, en 4 létu lífið.

Möðrudalur 67 km <Kárahnjúkar> Brú 33 km, Egilsstaðir 115 km.

Myndasafn

Í grend

Gönguleiðir á Hálendinu
HELSTU GÖNGULEIÐIR Á HÁLENDINU Hellismannaleið Landmannal.-Rjúpnav Landmannalaugar Þórsmörk Fimmvörðuháls Þórsmörk Hóla ...
Egilsstaðir og Fellabær
Egilsstaðir og Fellabær eru á Fljótsdalshéraði, en þar er eitthvert veðursælasta svæði landsins, minnir helzt á meginlandsloftslag. Egi ...
Eyjabakkar
Eyjabakkar eru mýrlent landsvæði upp af Fljótsdal framan við jökulsporð Eyjabakkajökuls. Þar er talið að u.þ.b. 7000 pör heiðagæsa verp ...
Stuðlagil
Á Jökuldal á Fljótsdalshéraði er að finna náttúruperlu sem lengi var líttþekkt. Hún kom ekki almennilega   í ljós fyrr en eftir að K ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )