Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Reyðarfjörður

Reyðarfjörður

Búðareyri er kauptún innst við norðanverðan Reyðarfjörð og nefnist nú einfaldlega Reyðarfjörður. Frá náttúrunnar hendi eru mjög góð hafnarskilyrði við Reyðarfjörð og er því útgerð og fiskvinnsla uppistaðan í atvinnulífi staðarins. Sunnan fjarðar er eyðibýlið Hrúteyri. Þar og á Holtastaðaeyri höfðu Norðmenn höfuðstöðvar sínar fyrir síldarútveg 1883-1890. Þá var fjörðurinn fullur af síld og verzlun á Hrúteyri. Hafnarskilyrðin ollu því, að Bretar hernámu Reyðarfjörð í síðari heimstyrjöld og höfðu þeir þar fjölmennt setulið og finnast stríðsminjar víða. Unnið er að kortlagningu minjanna og hefur þar nú verið opnað stríðsminjasafn.Við bæinn er lítil tjörn – Andapollurinn – og er eldislaxi sleppt þar í reglulega og fást keypt leyfi til að veiða laxinn.

Við Andapollinn eru og tjaldstæði Reyðfirðinga en hótel, gistiheimili, farfuglaheimili og veitingastaðir eru inni í sjálfum bænum. Tilkomumikið útsýni er frá Grænafelli en þar er mjög gróðursælt og liggur merkt gönguleið um kjarri vaxna hlíðina upp á fellið. Við fellið er góð aðstaða til íþrótta og útivistar. Vegalengdin frá Reykjavík er 677 km um suðurströndina.

Myndasafn

Í grennd

Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði
Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði hóf rekstur árið 2007. Fjarðaál er eitt nútímalegasta og tæknivæddasta álver í heimi og er til fyrirmyndar hvað va…
Austurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Jökulsárlóni að Bakkafirði. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérstaklega getið neðan v…
Helgustaðir
Helgustaðir eru bær við norðanverðan Reyðarfjörð. Þar var um fjögurra alda skeið ein bezta    í heimi. Þangað var sótt silfurberg frá því á 17. öld f…
Kárahnjúkar
Kárahnjúkar Kárahnjúkar eru móbergsfjöll austan Jökulsár á Dal á móti Hafrahvamma-gljúfrum og Glámshvömmum. Ytri hnjúkurinn er hærri, 835 m.y.s. Megi…
Kirkjur á Austurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Ás í Fellum Áskirkja Bakkagerðiskirkja Bænhúsið á Núpsstað Berufjarðarkirkja …
Miðhús
Reiðvegir milli Seyðisfjarðar og Reyðarfjarðar mynduðu krossgötur í landi Miðhúsa fyrr á öldum. Bærinn  er sunnan Eyvindarár í grennd við mót vega að…
Reyðarfjarðarkirkja
Reyðarfjarðarkirkja er í Eskifjarðarprestakalli í Austfjarðaprófastsdæmi. Hún var byggð 1910 og var á 8.   áratugnum. Minnismerki um drukknaða sjómenn…
Seley
Seley er klettaeyja, sem liggur u.þ.b. 4,6 km utan mynnis Reyðarfjarðar. Hún er lág (21m) og þakin     gróðri. Norðan og sunnan hennar eru nokkur sker…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …
Svínaskálastekkur
Svínaskálastekkur er eyðibýli í Helgustaðahreppi í Reyðarfirði. Árið 1904 byggði Ásgeir Ásgeirsson frá   Ísafirði þar hvalstöð, sem var við lýði í átt…
Tjaldstæðið Reyðarfjörður
Norðmenn höfuðstöðvar sínar fyrir síldarútveg 1883-1890. Þá var fjörðurinn fullur af síld og verzlun á Hrúteyri. Hafnarskilyrðin ollu því, að Bretar h…
Viðfjörður
Viðfjörður er syðstur fjarða, sem ganga suður úr Norðfjarðarflóa. Þar er eyðibýli frá 1955 og vinsæll  viðkomustaður ferðamanna, sem skjótast með bátu…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )