Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eskifjörður

Eskifjörður

Eskifjörður varð löggiltur verzlunarstaður árið 1786 og hefur verið það samfleytt frá 1798, þegar danska fyrirtækið Örum & Wulff hófu verzlun hérlendis. Kaupmennirnir létu reisa verslunarhúsið Gömlubúð árið 1816 og stendur það enn og hýsir nú Sjóminjasafn Austurlands. Sýslumannsembætti hefur verið á Eskifirði samfellt frá árinu 1853. Margir áhugaverðir staðir eru við Reyðarfjörð og má þar nefna Helgustaðanámur, beztu silfurbergsnáma landsins í nær fjórar aldir. Silfurberg var sótt í námurnar allt fram á fyrri hluta 20. aldar. Einn veggja frystihússins á Eskifirði er skreyttur málverki eftir katalónsk-íslenzka listamanninn Baltasar. Hólmatindur (985m) er eitt af tignarlegustu fjöllum við Reyðarfjörð en framundan honum gengur Hólmaháls fram á Hólmanes, sem er fólkvangur. Hólmatindur skyggir á sól lengi vetrar. Mikil útgerð og fiskvinnsla er uppistaða atvinnulífs og hafa fyrirtæki í þeim greinum verið í fararbroddi á mörgum sviðum í áratugi.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 700 km um Suðurland.

Myndasafn

Í grend

Breiðdalseldstöð
Breiðdalseldstöðin er forn megineldstöð í Breiðdal og Berufirði, sem enski jarðfræðingurinn George D.L.  Walker hefur rannsakað ítarlega ásamt öðrum s…
Eskifjarðarkirkja
Eskifjarðarkirkja er í Eskifjarðarprestakalli í Austfjarðaprófastsdæmi. Fyrsta fríkirkja landsins var reist á 1884, en 130 m² þjóðkirkja var byggð þar…
Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að …
Helgustaðir
Helgustaðir eru bær við norðanverðan Reyðarfjörð. Þar var um fjögurra alda skeið ein bezta    í heimi. Þangað var sótt silfurberg frá því á 17. öld f…
Hólmatindur
Hólmatindur (985m) er milli  og Reyðarfjarðar. Hann er eitthvert tignarlegasta fjallið við þessa firði.  Hólmaháls teygir sig niður á Hólmanes, sem va…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …
Sómastaðir við Reyðarfjörð
Hlaðið steinhús úr ótilhöggnum steini, reist 1875.  Steinlímið var jökulleir.  Að baki þess og tengdur því   var torfbær.  Önnur dæmi um þessa tækni m…
Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )