Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sómastaðir við Reyðarfjörð

Hlaðið steinhús úr ótilhöggnum steini, reist 1875.  Steinlímið var jökulleir.  Að baki þess og tengdur því  var torfbær.  Önnur dæmi um þessa tækni munu ekki vera varðveitt í byggingu hér á landi. Eikarstokkar eru yfir gluggum. Steinhúsið er að utanmáli 5,0 m breitt og 7,8 m langt, jarðhæð, lágur kjallari og portbyggt ris. Efri hluti gaflveggja, þ.e. bjórinn, er úr timbri, með listaþili.

Þarna var bænhús í katólskum sið.  Fólk af Becksætt bjó þarna á seinni hluta 19. aldar.  Meðal ættingja voru Þórólfur Beck, skipstjóri, og Sigríður Beck móðir séra Jakobs Jónssonar og Eysteins Jónssonar (1906-1993), ráðherra.

Þjóðminjasafn tók húsið í sína vörslu árið 1989. Byrjað var að dytta að því ári síðar og viðgerðir hófust 1991. Þakið var m.a. endurbætt og klætt rennisúð á ný, nýir gluggar smíðaðir og gert við báða gafla hússins. Viðgerðir lágu niðri um nokkurra ára skeið, ekki síst vegna þess hve þjóðvegurinn lá nærri húsinu og umferðarþungi olli miklum titringi. Vegurinn var færður fjær húsinu í byrjun 21. aldar og nýtur það sín nú mun betur en áður.  Unnið var að endurbótum á húsinu 2008-2009.

Sunnan hússins stendur hið stóra álver Alcoa-Fjarðarál.  Þetta fyrirtæki lét 16 milljónir króna af hendi rakna til viðhalds Sómastaða hinn 3. desember 2007

Myndasafn

Í grennd

Reyðarfjörður
Búðareyri er kauptún innst við norðanverðan Reyðarfjörð og nefnist nú einfaldlega Reyðarfjörður. Frá náttúrunnar hendi eru mjög góð hafnarskilyrði við…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )