Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Helgustaðir

Helgustaðir eru bær við norðanverðan Reyðarfjörð. Þar var um fjögurra alda skeið ein bezta    í heimi. Þangað var sótt silfurberg frá því á 17. öld fram á miðja 19. öld. Silfurbergið í námunni kemur helzt fram sem sprungufyllingar en er víðast annars staðar holufyllingar í blágrýti. Stærstu kristallarnir, sem hafa fundizt hérlendis hafa fundizt þar og í Hoffelssdal í Nesjum. Mest af því silfurbergi, sem er á söfnum, er úr Helgustaðanámum. Stærsti steinninn vegur 230 kg og er í Museum of Natural History í London. Silfurbergið var líka notað mikið í margs konar nákvæmnistæki, s.s. smásjár, en gerviefni hafa leyst það af hólmi. Náman var friðlýst sem náttúruvætti 1975.

Erasmus Bartholin, danski náttúrufræðingurinn, komst að því árið 1669, að allt, sem var skoðað í gegnum silfurberg virtist tvöfalt. Kristallinn hefur tvöfalt ljósbrot og þessi uppgötvun varð til þess, að betri skilningur fékkst á eðli ljóssins.

Hollendingurinn Christian Huygens rannsakaði silfurbergið nánar og setti fram kenninguna um bylgjuhreyfingar ljóssins í lok 17. aldar í sjaldgæfri bók, Tractatus de lumine (1690). Eintak af þessari bók, sem er ekki til í íslenzkum söfnum, var boðið á 1450 sterlingspund árið 1966.

Geir Hólm segir svo frá í pistil frá 1999, sem hann ritaði fyrir upplýsingamöppu, sem liggur frammi víða á ferðamannastöðum á Austurlandi og víðar:

Fyrst er vitað um töku silfurbergs úr námunni árið 1668, er Friðrik konungur III semdi danskan steinhöggvara tíl Íslands til að starfa við töku silfurbergs á Helgustöðum eitt misseru. Ári síðar uppgötvaði danskur náttúrufræðingur og læknir, Rasmus Bartolin hið einstaka, tvöfalda ljósbrot siðfurbergssins, sem gerði það síðan eftirsótt til nota í margvísleg tæki til vísindalegra rannsókna eins og smásjár. Vitneskja um bergtegundina hefur borizt til Danmerkur með starfsmönnum einokunarverzlunarinnar, sem var í Breiðuvík í nágrenni Helgustaða frá því um 1600 til 1795.

Það var ekki fyrr en um 1850, sem veruleg vinnsla hófst við námuna, þegar danskur kaupmaður á Seyðisfirði, Thomsen að nafni, fékk leyfi til hennar. Þá átti sera Þórainn Erlendsson, prófastur á Hofi í Álftafirði ¾ af jörðinni á móti ¼, sem danska ríkið átti. Árið 1854 fékk Svendsen, verzlunarstjóri hjá Ørum og Wulf á Eskifirði, leigurétt til töku silfurbergs. Carl D. Thulinius, kaupmaður á Eskifirði og tengdasonur séra Þórarins á Hofi, leigði réttin af danska ríkinu 1862-1872 og var þá eini rétthafinn. Fyrstu fimm árin greiddi hann danska ríkinu 100 dali í ársleigu, en ekki er vitað um samning hans við tengdaföðuri sinn.Árið 1879 urðu Helgustaðir eing Landsjóðs Íslands skv. löggjöf, sem gerð var til að útlendingar gætu ekki auðgast á íslenzkum auðlindum og eftir 1880 var vinnslan á kostnað Landsjóðs um nokkurra ára skeið. Eftir nokkurra ára taprekstur var náman leigð ýmsum athafnamönnum um langan tíma.

Árið 1919 lauk fyrst Íslendingarunn, Helgi Eiríksson, síðar skólastjóri Iðnskólans, námi í námuverkfræði frá háskólanum í Glasgow. Hann var ráðinn til að taka að sér stjórnun vinsllu silfurbergsins í Helgustaðalandi. Fram að því hafði aldrei verið það ráðandi maður með sérþekkingu á námuvinnslu. Hann hófst handa við námuvinnsluna árið 1920 og fljótlega var byrjað að sprengja lárétt gong í bergið til að auðvelda aðgang að æðum silfurbergsins og fjarlægja önnur jarðefni. Þá mynduðust stórir haugar af grjótmulningi rétt neðan við námuna og í þeim mikið af silfurbergsmolum, sem folk hefur verið að tína úr hin síðari ár. Náman sjálf er allstór gryfja, líklega 30-40 m að ofan og 10 m fjallmegin. Jarðgöngin komu svo inn í botn gryfjunnar komu síðan jarðgöngin, 60-70 m löng, og inn í botn þeirra lágu brautarspor fyrir vatna, sem fluttu efni út úr námunni.

Undir stjórn Helga var unnið til ársins 1924 og mikið silfurberg flutt út á tímabilinu. Samkvæmt upplýsingum frá Helg virðist mest hafa verið selt til Þýzkalands. Eftir 1924 virðist lítið hafa verið flutt út til iðnaðar en fljótlega var farið að hirða úrgangsberg, rosti. Það var notað til iðnaðar til húðunar húsa og var ásamt hrafntinnu og fleirii bergtegundum sett utan á Þjóðleikhúsið, Þjóðminjasafnið og víðar. Síðast var líklega unnið í námunni árin 1947-48 við töku rosta til milnings í salla á staðnum og enn þá stendur ræfill af vélabúnaði, sem var notaður við mölunina og skolun efnisins.

Náman er uppi í fjallshlíðinni, rúmlega 1 km utan Helgustaða í u.þ.b. 70 m hæð yfir sjó, þar sem hlíðin er með nálega 12° halla. Akvegur er um hlíðina upp í um 30 m hæð og þaðan eru um 60 m eftir upp að námunni. Hin síðari ár hefur námuholan orðið fyrir skemmdum vegna hruns úr veggjum. Meðal annar shefur hrunið fyrir gangamunnann og mikið af jarðvegi hafur runnið inn í gryfjuna, svoð að ekkert er orðið sýnilegt af silfurbergsæðunum, sem voru vel sýnilegar fram á sjöunda áratug 20. aldar. Staðurinn er því mjög óásjálegum nú og mikið þarf til að koma og miklu að kosta til að gera námuna aðgengilega til skoðunar.

Leggja þyrfti akfæran veg áleiðis upp hlíðina með bílastæði til að gera fólki kleift að skoða staðinn. Einnig þarf að opna göngin á ný og hreinsa upp úr námuholunni allt aðkomuefni og gera hana svipaða því, er námuvinnslunni lauk. Frá þessum stað komu stærstu kristallar þessarar tegundar, sem hafa fundizt í veröldinni og áreiðanlegar heimidir fyrir hinum stærsta, sem fannst á tíma Carls D. Thuliniusar um 1870 og var seldur til Englands og talinn vega 300 kg. Hann má sjá í safni þar ásamt fleiri fallegum sýnishorna frá Helgustöðum. Jörðin Helgustaðir eru í eigu ríkissjóðs og náman var friðlýst árið 1976.

Myndasafn

Í grennd

Reyðarfjörður
Búðareyri er kauptún innst við norðanverðan Reyðarfjörð og nefnist nú einfaldlega Reyðarfjörður. Frá náttúrunnar hendi eru mjög góð hafnarskilyrði við…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )