Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fáskrúðsfjörður

Fáskrúðsfjörður

Við botn Fáskrúðsfjarðar er kauptúnið Búðir. Þar er kaupfélag, sem rekur verzlun, fiskvinnslu og útgerð. Búðir voru helsta bækistöð franskrar skútuútgerðar á Austfjörðum og átti franska ríkið hlut að því að héraðslæknir sat á Búðum. Hafnarnes er yzt í Fáskrúðsfirði. Þar standa leifar franska spítalans, sem var reistur að Búðum og stóð þar til ársins 1930.

Krossar er staður út með ströndinni norðanverðri og er þar grafreitur 49 franskra og belgískra sjómanna. Hér, sem víðast á Austfjörðum, er stutt í fjölmarga áhugaverða staði, sem margir ferðamenn heimsækja árlega.

Vegalengdin frá Reykjavík er 660 km um suðurströndina.

Vængir:
Flugfélagið Vængir starfaði á árunum 1970 til 1979. Það stundaði áætlunar- og leiguflug aðallega til staða á vesturlandi (Búðardals, Stykkishólms, Rifs og Reykhóla), vestfjörðum (Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Hólmavíkur og Gjögurs) og á norðurlandi (Hvammstanga, Blönduóss, Siglufjarðar og Mývatns). Á austurlandi Norðfjörður og Fásrúðsfjörð. Í flugflota Vængja voru flugvélar af ýmsum gerðum m.a. Beechcraft 18 og Piper PA-23 Apache. Vængir varð fyrsta flugfélagið hérlendis til að taka í notkun flugvél af gerðinni BN-2a Islander (1971) og fyrsta félagið hérlendis til að taka í notkun DHC-6 Twin Otter (1973).

Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja.

Myndasafn

Í grend

Breiðdalseldstöð
Breiðdalseldstöðin er forn megineldstöð í Breiðdal og Berufirði, sem enski jarðfræðingurinn George D.L.  Walker hefur rannsakað ítarlega ásamt öðrum s…
Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að …
Hafnarnes
Hafnarnes er eyðibyggð austarlega á suðurströnd Fáskrúðsfjarðar. Búsetan þar byggðist á útgerð og  þorp   myndaðist á seinni hluta 19. aldar á jörðinn…
Kirkjur á Austurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Ás í Fellum …
Sandfell
Sandfell Öræfum Sandfell er eyðibýli í Öræfum. Þar var kirkjustaður og prestssetur. Ekkja Ásbjarnar Heyangurs-   Öræfajökli Bjarnasonar, Þorgerður, …
Skrúður
Skrúður rís bratt úr hafi austan Fáskrúðsfjarðar, sem hét fyrrum Skrúðsfjörður. Tvær grasi vaxnar eyjar,   Andey og Æðarsker, eru nokkru innar og Sele…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …
Tjaldstæðið Fáskúðsfjörður
Tjaldsvæðið er í friðsælu umhverfi við fallegt lón rétt innan við byggðina. Þjónusta í boði: Leikvöllur Veitingahús Salerni Gönguleiðir Veiðil…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )