Við botn Fáskrúðsfjarðar er kauptúnið Búðir. Þar er kaupfélag, sem rekur verzlun, fiskvinnslu og útgerð. Búðir voru helsta bækistöð franskrar skútuútgerðar á Austfjörðum og átti franska ríkið hlut að því að héraðslæknir sat á Búðum. Hafnarnes er yzt í Fáskrúðsfirði. Þar standa leifar franska spítalans, sem var reistur að Búðum og stóð þar til ársins 1930.
Krossar er staður út með ströndinni norðanverðri og er þar grafreitur 49 franskra og belgískra sjómanna. Hér, sem víðast á Austfjörðum, er stutt í fjölmarga áhugaverða staði, sem margir ferðamenn heimsækja árlega.
Vegalengdin frá Reykjavík er 660 km um suðurströndina.
Vængir:
Flugfélagið Vængir starfaði á árunum 1970 til 1979. Það stundaði áætlunar- og leiguflug aðallega til staða á vesturlandi (Búðardals, Stykkishólms, Rifs og Reykhóla), vestfjörðum (Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Hólmavíkur og Gjögurs) og á norðurlandi (Hvammstanga, Blönduóss, Siglufjarðar og Mývatns). Á austurlandi Norðfjörður og Fásrúðsfjörð. Í flugflota Vængja voru flugvélar af ýmsum gerðum m.a. Beechcraft 18 og Piper PA-23 Apache. Vængir varð fyrsta flugfélagið hérlendis til að taka í notkun flugvél af gerðinni BN-2a Islander (1971) og fyrsta félagið hérlendis til að taka í notkun DHC-6 Twin Otter (1973).
Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja.