Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fáskrúðsfjörður

Fáskrúðsfjörður

Við botn Fáskrúðsfjarðar er kauptúnið Búðir. Þar er kaupfélag, sem rekur verzlun, fiskvinnslu og útgerð. Búðir voru helsta bækistöð franskrar skútuútgerðar á Austfjörðum og átti franska ríkið hlut að því að héraðslæknir sat á Búðum. Hafnarnes er yzt í Fáskrúðsfirði. Þar standa leifar franska spítalans, sem var reistur að Búðum og stóð þar til ársins 1930.

Krossar er staður út með ströndinni norðanverðri og er þar grafreitur 49 franskra og belgískra sjómanna. Hér, sem víðast á Austfjörðum, er stutt í fjölmarga áhugaverða staði, sem margir ferðamenn heimsækja árlega.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 660 km um suðurströndina.

Myndasafn

Í grennd

Austurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Jökulsárlóni að Bakkafirði. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérstaklega getið neðan v…
Breiðdalseldstöð
Breiðdalseldstöðin er forn megineldstöð í Breiðdal og Berufirði, sem enski jarðfræðingurinn George D.L.  Walker hefur rannsakað ítarlega ásamt öðrum s…
Hafnarnes
Hafnarnes er eyðibyggð austarlega á suðurströnd Fáskrúðsfjarðar. Búsetan þar byggðist á útgerð og  þorp   myndaðist á seinni hluta 19. aldar á jörðinn…
Kirkjur á Austurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Ás í Fellum Áskirkja Bakkagerðiskirkja Bænhúsið á Núpsstað Berufjarðarkirkja …
Skrúður
Skrúður rís bratt úr hafi austan Fáskrúðsfjarðar, sem hét fyrrum Skrúðsfjörður. Tvær grasi vaxnar eyjar,   Andey og Æðarsker, eru nokkru innar og Sele…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …
Tjaldstæðið Fáskúðsfjörður
Tjaldsvæðið er í friðsælu umhverfi við fallegt lón rétt innan við byggðina. Þjónusta í boði: Leikvöllur Veitingahús Salerni Gönguleiðir Veiðil…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )