Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hafnarnes

Fáskrúðsfjörður

Hafnarnes er eyðibyggð austarlega á suðurströnd Fáskrúðsfjarðar. Búsetan þar byggðist á útgerð og  þorp   myndaðist á seinni hluta 19. aldar á jörðinni Gvendarnes, sem er í eyði. Flestir urðu íbúar Hafnarness 105 árið 1907 og þarna undi fólkið hag sínum vel fram í síðari heimstyrjöld. Þá fór að halla undan fæti og plássið var komið í eyði árið 1970.

Vitinn var byggður árið 1912. Franski spítalinn, sem var byggður á Búðum, en fluttur til Hafnarness, var nýttur sem húsnæði fyrir 5 fjölskyldur, samkomuhús og barnaskóli um tíma. Árið 2011 var húsið flutt aftur til Búða, þar sem það var endurnýjað fyrir tilstuðlan frönsku stjórnarinnar, sem styrkti verkið.

Myndasafn

Í grennd

Fáskrúðsfjörður
Við botn Fáskrúðsfjarðar er kauptúnið Búðir. Þar er kaupfélag, sem rekur verzlun, fiskvinnslu og útgerð. Búðir voru helsta bækistöð franskrar skútuútg…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )